Goðasteinn - 01.03.1965, Síða 57

Goðasteinn - 01.03.1965, Síða 57
í. Sá ég þá bezt, hve Páíí hafði verið mér hollráður daginn áður. Ég var fljótur yfir vötnin og vöknaði ekki í fætur. Einn slæman þröskuld átti ég þá cftir, Hverfisfljótið. Ég ákvað að koma við hjá Sigurði bónda á Orustustöðum og fregna, hvað hann vissi um fljótið. Hvarvetna var snjólaus jörð en ísar mikl- ir. Renndi ég mér víða fótskriðu milli hnjóta og rima og spar- aði mér mörg spor. Víða kom stöngin sér vel, og ekki bagaði mig lengd hennar, þegar ég þurfti að hlaupa yfir lækjarrennsli cða kanna varasama staði. Mér gekk greitt að Orustustöðum, var kominn þangað undir hádegi. Þar bjó Sigurður Jónsson með konu sinni Solveigu Magn- úsdóttur og þremur börnum, uppkomnum að kalla. Bræðurnir, Magnús Jón og Einar Gísli, eru dánir, en Elín systir þeirra er enn á lífi. Ég kynntist þeim bræðrum vel síðar, voru þeir gull að manni, svo að öðrum betri hef ég ekki kynnzt um ævina. Hjónin á Orustustöðum og börn þeirra voru rík að hjáipsemi og góðvild við gest og gangandi. Efni þeirra voru af skornum skammti, en þar sem kærleikurinn býr er eins og nóg sé af ölln. Orustustaðafólkið var í sérstöku vinfengi við foreldra mína. Ég komst ekki hjá að þiggja góðgerðir á Orustustöðum, og voru þær ekki við nögl skornar. Ekki vissi Sigurður, hvernig til hagaði við Hverfisfijótið, taldi þó líklegt, að það hefði ekki rutt sig. Úrfellið hafði að sönnu verið fádæma mikið en staðið stutt og ísinn á fljótinu þykkur fyrir. Þó bað Sigurður mig að fara með allri gát. Ég hafði stefnt syðst á Eidvatnstangann frá Orustustöðum. Hverfisfljótið rennur rétt austan við hann. Á leiðinni þangað var um áveituengjar að fara. Var ísinn þar víða skorinn sund- ur af vatnsrennsli. Eldvatnið var svipað að vatnsmagni og Græn- lækur en laust við sandbleytu. Skeytti ég þá engu, þótt sokkar og buxur blotnuðu, því nú var skammt heim, ef ekkert óvænt hindraði. Af hrauntanganum blasti við blessaður bærinn minn og - það sem verra var - autt Hvcrfisíljótið. Það brauzt fram milli skara í straumköstum og með jakaburði. Vatnið rann þarna scm í upphækkuðum stokki, 6-7 faðma breiðum. Ég gekk spöl Gndasteinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.