Goðasteinn - 01.03.1965, Page 59
í hæli friðar og gleði, sem hvergi cr betra en á góðu sveita-
heimili meðal ættmenna og vina.
Þegar búið var að þíða föt mín og ég var að fara út votu
plöggunum, sló Borgundarhólmsklukkan okkar sjö slög, hljóm-
fögur og tignarleg. Mér fannst hún segja: „Velkominn heim,
velkominn“, og mér vöknaði um augu. Allir á bænum glöddust
yfir óvæntrí komu minni. Ekki hafði verið gert ráð fyrir því,
að ég gæti haldið jólin heima.
Jón Brynjólfsson sendi pabba bréf með mér. Hann hafði setzt
við að skrifa það, þegar aðrir fóru að sofa. Pabbi las mér bréfið.
Það var nokkuð langt, mjög vinsamlegt og skemmtilegt. Jón
bar á mig lof, meira en mér fannst ég eiga, þótt gott þætti
mér það, eins og fleirum. Hann kvað mig hafa minnt sig mjög
á pabba og þeirra glöðu æskudaga.
Þá er þessi fábrotna frásögn á cnda, sögð eftir því, sem ég
bezt man. Guð blessi alla, er þá og síðar hafa greitt götu mína.
Lifið heil.
Maríubakka í marz 1964.
Orðtcik Brynjólfs Sveinssonar biskups
Þrennt sá ég ljótt á ævi minni:
Siðuga mey í solli drengja,
drukkna konu og kjöftugan ungling.
Hallbera Halldórsdóttir frá Hólmaseli
eftir ömmu sinni, Hallberu í Teigi.
Goðasteinn
57