Goðasteinn - 01.03.1965, Blaðsíða 64
Hannes Hjartarson á Herjótfsstöðum:
„Yfir kaldan eyðisand"
Ekki er mér kunnugt um, hvenær fyrst var farið að stunda
sjóróðra í Mýrdal, en vitað er, að skipum var haldið úti í Reyn-
ishverfi um eða eftir miðja 18. öld. Einnig var þá útræði við
Dyrhólaey. Sr. Jón Steingrímsson getur þess í ævisögu sinni, að
hann hafi keypt að og byggt upp sex skipsparta og bát, fyrir
utan einn hálfan hlut, þegar hann þjónaði Reynisþingum og bjó
á Hellum. Voru tveir af þeim fyrir utan ósinn (Dyrhólaós).
Lærði sr. Jón formennsku í Reynishverfi og var formaður þar í
fimm ár. Þetta útræði hélzt óslitið við, þar til það lagðist nið-
ur á þessari öld.
Vanalega fóru menn austan yfir Mýrdalssand í útver, þeir
sem heimangengt áttu. Afli þeirra var oftast gott búsílag. Fyrir
kom, að bændur skruppu vestur yfir Sandinn, þegar í róðrum
stóð og útlit var gott, og fengu að fljóta með nokkra róðra.
Fékkst þannig oft drjúg björg, þegar heppni var með, en stund-
um var líka teflt í tvísýnu í þeim ferðum. Ber saga sú, sem hér
fer á eftir, því vitni:
Það var árið 1901, á pálmasunnudag, að tveir bændur úr
Álftaveri, þeir Þorsteinn Bjarnason í austurbænum á Herjólfs-
stöðum og Jón Sigurðsson í Skálmarbæ, tóku sig upp að heim-
an og fóru vestur í Reynishverfi „að fá sér róður“ eins og sagt
var í þann tíma. Veðri var þá svo háttað, að logn var og heið-
ríkja en talsverður lausasnjór á jörðu. Þóttust þeir félagar sjá,
62
Goðasteinn