Goðasteinn - 01.03.1965, Blaðsíða 69

Goðasteinn - 01.03.1965, Blaðsíða 69
að Skálmarbæ. Hann var mjög mikið kalinn á fótum, og hafð- ist kalið svo illa við, að hann dó úr því eftir stuttan tíma. Ég heyrði fólk tala um, að það hefði hlaupið kolbrandur í kalsárin. Þeir félagar, Þorsteinn og Jón, voru jarðsettir sama dag frá Þykkvabæjarklausturskirkju, samferða urðu þeir í síðasta áfang- ann og hvíla hlið við hlið í kirkjugarðinum. Af Sverri er það að segja, að hann lagði af stað úr Hjör- leifshöfða á skírdag, þegar veðrið tók að lægja, og fór austur sand, fyrir sunnan Höfðann og austur í Bólhraun. Þar hafði hann öll vötn á haldi og hitti því ekki hestana þeirra Þorsteins og Jóns. Jón Sigurðsson var fremur hár maður, og svaraði gildleika vel við hæð. Hann var hæggerður maður í framkomu en dug- legur og þrautseigur, eins og sést á framansögðu. Hann var tví- giftur, átti tvær dætur uppkomnar eftir fyrri konuna og eina dóttur með síðari konunni. Þorsteinn Bjarnason var meðalmaður á allan vöxt og víst meðalmaður að afli, mjög kappsamur við öll störf. Hann var smiður góður bæði á tré og járn, skrifaði fallega rithönd, einn- ig var hann góður söngmaður. Sumir töldu, að hann væri held- ur kaldur í skapi. Ég, sem þessar línur rita, þekkti hann mjög vel, þar sem við vorum nágrannar, og var oft einn með hon- um, ég þá unglingur, um og ofan við fermingaraldur. Á þeim aldri var ég hér einn heima af karlmönnum, er bræður mínir voru í útveri. Kom það í minn hlut að fara með Þorsteini í fjöruferðir og annað, sem fara þurfti frá bæ. Reyndist hann mér alltaf ágætur félagi, mjög skemmtilegur, hjálpsamur og leið- beinandi. Getur það að vísu hafa meðfram stafað af því, að ég var bróðursonur hans og hafði misst föður minn, þegar ég var á fimmta ári, en einmitt af því mátti sjá, hvað inni fyrir bjó hjá þeim ágæta manni. Hann var mjög greiðvikinn. Þegar hann var beðinn um aðstoð, var hún fljótt og vel látin í té, og það viðurkenndu allir, að hann vildi í öllu trúr reynast. Hann átti fjögur börn. Það elzta var 19 ára, þegar hann lézt, en það yngsta 12 ára, þrír synir og ein dóttir. 1 betri bænda röð, hvað efnahag snerti, var hann talinn. Nágrenni hér á milli bæj- 67 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.