Goðasteinn - 01.03.1965, Side 75

Goðasteinn - 01.03.1965, Side 75
kona vel gefin, fróð og langminnug. Heyrði ég hana oft segja þessar sagnir um móður sína á æskuheimili mínu í Miðkrika. Skráð eftir sögn frú Jónínu Jóhannsdóttur í Þinghól í Hvolhreppi, nú í Reykjavík. II. Kynlegiir ilranmur Faðir minn, Jónas Jónsson, var fæddur 19. marz 1872 og ólst upp í Suður-Fíflholtshjáleigu í Vestur-Landeyjum hjá foreldrum sínum, Jóni Eyjólfssyni og Guðríði Vigfúsdóttur. Mikil sjósókn var frá Landeyjasandi í æsku hans, og drengir voru ekki gaml- ir, þegar þcir byrjuðu að fljóta með. Pabbi var þrettán ára, þegar hann reri fyrsta róður sinn úr Álfhólasandi, þriðja föstu- dag í góu. Jóhann Tómasson, síðar bóndi á Arnarhóli, reri þá líka fyrsta róður sinn, tíu ára gamall, báðir á Gerða-Frið, orð- lögðu happaskipi. Pabbi dró 37 fiska í róðrinum og Jóhann 33. Feðgarnir frá Suður-Fíflholtshjáleigu voru skipsfélagar um dag- inn. Afli þeirra var fullklyfja á sandhcstana. Pabbi sat þó á hesti sínum heim, ofan á fiskklyfjunum, en faðir hans gekk. Þeir héldu sem leið lá úr Álfhólasandi austur í Fíflholtshverfi. Var þá komið kvöld. Pabbi var úrvinda af þreytu eftir dagsverkið og leið í brjóst á leiðinni heim. Tókst þá svo illa til, að hann hrökk af baki, kom illa niður og kenndi mikils sársauka við fallið. Hafði hest- urinn hnotið um þúfu við götuna. Þetta var rétt hjá bænum Ak- urey, við svonefndan Fljótsveg á alfaravegi. Afi hafði til orðs að fara heim að Akurey og skiija drenginn þar eftir. Það réð- ist þó svo, að báðir héldu ferðinni áfram heim. Pabbi háttaði brátt, þegar heim kom, og sofnaði von bráðar, örþreyttur, með eymslum eftir óhappið. I heimilinu í Suðurhjáleigu var kona, sem hét Guðrún Flá- konardótdr. Hán hafði hugsað um pabba að einu cg ö'lu leyti frá því hann var smábarn, var honum sem önnur móðir. Mörg- Goðasteinn 73

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.