Goðasteinn - 01.03.1965, Page 76
unínn eftir sagði pabbi draum sinn: Honum þótti Guðrún Há-
konardóttir ávarpa sig með þessum orðum: ,,Vertu ekki argur
út í þessa þúfu, sem hesturinn datt um, Jónas minn, því ein-
mitt þar, sem hesturinn datt, verður gröfin þín gerð og kistan
þín lögð, þegar þú verður jarðaður". Þetta fannst honum Guð-
rún segja með þungri áherzlu á hverju orði, svo betur festist
í minni en margt, sem hún sagði daglega.
Engum datt í hug, að nokkurn tima yrði byggð kirkja í Ak-
urey, þegar pabba dreymdi þennan draum, svo litið var á hann
sem tóma markleysu. Liðu svo dagar og ár fram til 1910. Það
ár var sóknarkirkja Vestur-Landeyja lögð niður í Sigluvík og
önnur reist í stað hennar á bakkanum í Akurey, þar sem hest-
urinn hafði dottið með pabba forðum. Pabbi starfaði með öðr-
um að því að hlaða kirkjugarðsveggina. Honum varð að orði,
við Hallberu systur sína, þegar heim kom frá því verki: „Jæja,
það er nú svo, að þúfan, sem hesturinn minn datt um hérna
um árið, er í miðjum kirkjugarðinum, en íráleitt verður kistan
mín látin þar, það verður varla svo útgrafið, þegar ég fer“.
Hann mundi blettinn og þúfuna vel.
Enn liðu dagar og ár, aldurinn færðist yfir pabba, hann varð
gamall maður, og jafnt og þétt fjölgaði leiðunum í kirkjugarð-
inum í Akurey.
Pabbi dó 13. janúar 1955, og þá var orðið svo þröngsett 1
grennd við kirkjuna, að gröfin hans var tekin rétt í þeim stað,
þar scm hesturinn hans hafði hnotið 70 árum áður.
Sögn Guðbjargar Jónasdóttur, Hátúni í Vestur-Landeyjum.
74
Goðasteinn