Goðasteinn - 01.03.1965, Side 77

Goðasteinn - 01.03.1965, Side 77
Guðmundnr Skúlason á Keldum: A Alagarúst Fyrir og eftir miðja 19. öld bjó merkisbóndinn Guðmundur Pétursson bókbindari á Minna-Hofi á Rangárvöllum. Hjá hon- um var sveitardrengur að nafni Guðmundur Guðnason. I þá daga var vinnukergja mikil og unnið þrotlaust, enda hentaði ekki annað til að hafa ofan í sig og á. Vildi þó bregða til beggja vona að hægt væri að fullnægja þeirri þörf. I þíðu- og blíðuköflum, er gegningar léttust og húsbóndanum þótti drengurinn hafa lítið að gera, sagði hann honum að skera ofan af Fornufjósum milli mála. Fornufjós voru þar í túninu og á þeim þau afargömlu munnmæli, að við þeim mætti ekki hagga, vegna álaga. Guðmundur Pétursson hefur manna bezt vitað um álög þessi, uppalningur og bóndi á Hofi. Er því skipun hans harla einkennileg og bendir helzt til, að hann hafi ekki trúað hinni ævagömlu sögn og viljað sanna, að hún væri hindurvitni. Drengurinn hlýddi skipun húsbóndans, ekki dugði annað. Byrj- aði hann að skera ofan af í ígripum. En þá dreymir hann það þrjár nætur í röð, að kona, mikilúðleg, aðvarar hann og segir honum að hætta verkinu þegar í stað, og hljóti hann verra af að öðrum kosti. Til frekari áréttingar þreifaði hún um annað læri hans og sagði, að það skyldi þverkubbast þar. Drengurinn sagði húsbónda sínum draumana, og skeytti Guðmundur því engu. Fór drengurinn því fjórða daginn í flagið, enda aðeins vcrkfæri húsbóndans. Varð honum þá fótaskortur. Lærbrotnaði hann við fallið, eins og draumkonan hafði vísað til. Segja má, að draumkonan hafi farið heldur vilt í hefnigirni sinni, hefndin hefði frekar átt að koma fram á húsbónda hans, sem bar ábyrgð á verkinu. Godaste'mn 75

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.