Goðasteinn - 01.03.1965, Side 78

Goðasteinn - 01.03.1965, Side 78
Ur vinarbréfi Lokin. Já, enn vitum við, sem komin erum til aldurs, hvað átt er við með orðinu „lok“ í tímatali voru, vertíðarlok, n. maí. Lokadagur var og er einn af þessum mílusteinum við þjóðveg lífsins, Þó miklu gleggri áður fyrr - um og fyrir síðustu alda- mót. Drottinn minn! Hvílík tilhlökkun, þegar von var á manni eða mönnum heim úr veri með björg og brauð. Þó var mann- lífið, líf heimamanns, ástkærs vinar, allra dýrmætast. Þetta fannst bezt, þegar næsti granni eða sveitungi, kannske heimilismaður kom ekki aftur heim. Sjórinn hafði tekið hann eða útþráin bor- ið hann með sér í fjarlæga sveit eða fjarlæga heimsálfu. Jónsmessa. Enn einn mílusteinninn. Nú var loks úti vorharka og vetrarþraut. Allar skepnur höfðu nóg fyrir munninn. Nú var fyrir höndum Jónsmessuferðin suður með sjó, til aðdrátta, tii skreiðarkaupa. Sú ferð tók 7-8 daga úr Holtum, austan, eftir því hve langt var farið suður. En kaupin bötnuðu því lengra sem var farið. Varan, haustfiskurinn og höfuðin, var hvergi betri en suður í Höfnum, og þar var endamark ferðarinnar. En í ferðina þurfti góða hesta og vel járnaða, því grýtt var gatan og litlir hagar suður með sjó. Gott var að vera snemma á ferðinni, heldur fyrir en eftir Jónsmessu. Þá var hagi beztur og varan óvalin. Næsti merkissteinn: Fráfœrur. Þá lestir, eftir rúningu, ullar- þurrkun, sem gat verið tafasöm í óþurrkatíð, og framundan var slátturinn, „bjargræðistíminn“. Nei, það þurfti engum að leiðast af gerðaleysi i þann tíð. Það voru þá einhverjar aðrar ástæður að óyndi en verkefnaskortur ef svo var. Þó gátu tár hrunið of- an í koddann, er út af var lagzt, þá sem nú. Og nú var ekki 76 Godasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.