Goðasteinn - 01.03.1965, Page 80
Haraldur Guðnason:
Flöskiipóslur í Vesimannaeyjuin
Gamall mun sá siður sjómanna, að varpa út flöskum með
ýmiss konar orðsendingum. Stundum er þetta gert til þess að
kanna hafstrauma, en líklega oftast til gamans. Margt getur
skemmtilegt skeð í sambandi við flöskupóstinn. Ég las um það
fyrir stuttu, að norsk stúlka fann ílösku, er hafði borizt langt
sunnan úr höfum, að mig minnir. Stúlkan skrifaði sjómannin-
um, scm sendi flöskubréfið. Með þeim tókust bréfaskipti og nú
með fljótara flutningatæki en flösku. Er skcmmst af að segja,
að árangur þessa flöskubréfs varð hjónaband.
Ekki hef ég haft spurnir af því, að aðrir en Vestmannaey-
ingar hafi tekið flöskuna í sína þjónustu til þcss að bæta úr
slæmu ástandi í póstmálum. Um miðja nítjándu öld komu póst-
skipin við í Eyjum 3-4 sinnum á ári, en stundum hamlaði veð-
ur, að hægt væri að koma í þau pósti. Aðalpóstsamgöngur Eyja-
manna voru um langan aldur við Landeyjar eystri. Fóru þeir
á bátum upp í Sand skemmstu leið. Voru þetta oft hinar mestu
svaðilfarir, og væri vert að skrá þennan þátt í sögu póstmála
á Islandi. Á fyrra hluta 19. aldar var endastöð Eyjapóstsins
í heimili sýslumanns Rangæinga, en árið 1850 var póststöð á-
kveðin að Önundarstöðum.
Póstur mun hafa verið fluttur milli Landeyja og Vestmanna-
eyja allt til aldamóta og síðasti bréfhirðingarstaður var að Ljót-
arstöðum.
78
Goðasteinn