Goðasteinn - 01.03.1965, Side 81
Árið 1871 sendu Eyjamenn bænarskjal til Alþingis, þar sern
þeir æsktu betri póstsamgangna. Var til þess ærin ástæða, kvart-
að yfir því, að póstskipin kæmu ekki við í Eyjum, og kom
íyrir, að ekki væri landleiði mánuðum saman.
Frú Oddný Guðmundsdóttir frá Stórólfshvoli segir frá fyrsta
flöskupóstinum frá Eyjum í síðasta hefti Goðasteins. Grein um
sama efni er í Náttúrufræðingnum, 1. árg. 1931. Þessum tveim
frásögnum ber saman um, að Þorsteinn Jónsson héraðslæknir í
Eyjum hafi átt frumkvæðið að aukinni notkun flöskunnar til
þess að flytja boð og sendibréf til ,,landsins“. Telur greinar-
höf., Guðm. G. Bárðarson, að Þorsteinn læknir hafi byrjað á
þessu um 1879. Liðu svo tímar fram, og oft var notað tæki-
færið, þá er hafátt var, að senda flöskubréfin. Árið 1897 varð
sr. Magnús Þorsteinsson, sonur Þorsteins héraðslæknis, aðstoðar-
prestur sr. Halldórs Þorsteinssonar á Krossi, en skömmu síðnr
var honum veitt Landeyjaprestakall, þar sem hann þjónaði til
1904. Eigi dró þetta úr flöskupóstsendingum Þorsteins læknis.
Sendi hann Magnúsi mörg flöskubréf, og bárust honum þann
veg fréttir úr Eyjum nýjar og spennandi. Sem dæmi uppá þetta
sagði mér gamall og fróður Eyjamaður, að eitt sinn hafi slíkt
bréf verið komið í hendur Magnúsi eftir 12 klukkustundir og
er vafalaust met. -
Á sundinu milli lands og Eyja skiptast straumar með sjávar-
föllum. Við útfall liggja straumar austur á bóginn en um að-
fall vestur með landi. Ryndist Eyjamönnum bezt að varpa flösk-
um í sjóinn í byrjun aðfalls. Svo sterkir eru þessir straumar,
að jafnvel allþungir hlutir berast furðu fljótt til lands um langa
vegu. Eitt haust varð Ólafi Ástgeirssyni vant lambs úr Yzta-
kletti. Var ekki um að villast, að lambið hafði hrapað og týnzí.
En eítir áramótin fær Ólafur sendingu með vermönnum undan
Eyjafjöllum, kindarfall reykt. Var þar komið lambið úr Yzta-
kletti. Hafði það rekið á fjöru undir Eyjafjöllum varla kólnað!
Einhvcr glöggur maður þekkti mark Ólafs á lambinu, tók það
og reykti!
Bréf, sem send voru í flöskunum, voru ekki frímerkt nerna
til þess væri ætlazt, að þeim væri komið í póst í landi. En
Goðasteinn
79