Goðasteinn - 01.03.1965, Side 82

Goðasteinn - 01.03.1965, Side 82
venjan var sú að leggja munntóbaksspotta í flöskuna sem þókn- un handa þeim, er fyndi flöskuna og kæmi bréfinu eða bréfum til skila. Var þetta viðurkenndur gjaldgengur burðareyrir. Þótt oftast hafi þessar bréfaflöskur náð áfangastað, þá gat það auðvitað brugðizt og bréf aldrei komizt í hendur viðtak- cnda. Svo cr sagt, að eina slíka flösku frá Vestmannaeyjum hafi rekið á fjöru í Noregi norðanverðum. Telur Guðm. G. Bárðarson að þetta hafi verið um 1890. Þótti þetta undarlegt, því beinir hafstraumar liggja ekki frá íslandi til Noregs. Þótti líklegast, að flaskan hefði borizt fyrst vestur með landi og þá norður fyrir land, en þá hafi Austur-fslandsstraumurinn fleytt flöskunni til Noregsstranda. Guðm. G. Bárðarson segir í fyrrnefndri grein sinni, að varla sé þó sennilegt, að flaskan hafi borizt næstum hringinn í kring- um landið, áður en hún lagði af stað í Noregsförina. Sennilega hafi vestanvindur keyrt hana frá Vestmannaeyjum austur með landi, unz hún hefur komizt inn í framhald A.-íslandsstraums- ins. Guðm. lýkur frásögn sinni svo: „Líklega hefur Norðmanni þeim, er flöskuna fann, verið það nokkur ráðgáta, hvernig stæði á rulluspottanum, er legið hcfur í flöskunni mcð bréfinu.“ 80 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.