Goðasteinn - 01.03.1965, Side 83

Goðasteinn - 01.03.1965, Side 83
Þórður Tómasson: Skyinzl nm bekki í byggðasafni, VII. Asklok Filippusar á Hömrum Tréskurður var iðkaður í hverri sveit Islands um aldaraðir. Þessi fagra, þjóðlega íþrótt leið undir lok, er ný tízka nam land í byrjun þessarar aldar. Einstakir nytjahlutir héldu þess- ari list uppi, rúmfjalir, kistlar, prjónastokkar, askar. Tréskurð- ur íslendinga prýðir mörg söfn, utanlands og innan, fjöldi muna er vafalaust í eigu einstaklinga, þótt söfnin séu ágeng í garði þeirra, en mest hefur þó glatazt. Sumir gripir urðu óþarfir með öllu, aðrir hurfu, er betri kosta varð völ. Vel smíðaður askur var fagur gripur og fullkominn á sínu sviði, en leirdiskur og leirskál voru ólíkt handhægari og betri í daglegri notkun. í raun og veru er furðulegt, hve askurinn hverfur seint úr notk- un, askasmiðir halda iðju sinni áfram til loka síðustu aldar. Fátækt og fastheldni við gamalt form ráða því í senn. Gripur, sem hætt er að nota, er í mikilli hættur staddur. Fá- um dettur í hug, að hann sé nokkurs virði. Oft er hann grip- inn til einhverra aukanota, en brátt er saga hans öll. Víða end- Goðasteinn 81

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.