Goðasteinn - 01.03.1965, Side 84

Goðasteinn - 01.03.1965, Side 84
uðu gömlu askarnir ævi sína sem lyfjadallur eða hundsdallur, aðrir duttu í stafi eða var blátt áfram brennt. Askar á sveita- heimilum landsins, um síðustu aldamót, hafa að líkindum skipt þúsundum. Hvað skyldu margir þeirra vera til nú í dag? 1 mörg- um sveitum mun ekki hafa verið til einn askur, er byrjað var að safna í byggðasöfnin. Askasmíði iðkuðu margir menn í hverri sveit. Stundum gekk hún í ættir. Einn síðasti askasmiður Eyfellinga dó á æskuheim- ili mínu þremur árum, áður en ég fæddist. Faðir hans var einn- ig askasmiður. Minningin um askasmíði hans var tengd atvik', scm ég heyrði oft talað um í æsku. Vetrarkvöld árið 1818 var hann að skera rós á asklok úti á Krossi í Landeyjum og studd- ist við stafinn, sem lýsislampinn hékk í, til að fá vinnuljós. Allt í einu glampaði bjart ijós og um leið lék bærinn á reiði- skjálíi. Datt lampinn við það fram úr þorninu og asklokið úr höndum smiðsins. Eldingin fletti þekjunni af næsta bæ og varð þar mannsbani. Önnur æskuminning mín seilist til nóaloks, sem grafið var úr jörðu í nágrenni mínu. Það var vel skorið og með ártali 1818. Frægasti askasmiður Eyfellinga á 19. öld var Sig- hvatur Árnason alþingismaður í Eyvindarholti, og kann vera, að byggðasafnið í Skógum eigi einn ask hans. „Verður er verkamaðurinn launanna“, segir forn orðskviður. Ærið verk var að smíða ask frá stofni og prýða hann með út- skurði, en á því var fast gangverð, a. m. k. víða. Asksmiður- inn fékk ask sinn fullan af smjöri. Getur svo hver reiknað út, hversu vel hann var sæmdur af því, miðað við smjörverð nú- tírnans. Betra var þá að smíða fjögra marka karlmannsask en tveggja marka nóa, því að ekki munar miklu á tíma við smíð- ina. Ekki er safn mitt betur búið að öskum en lítið heimili í gamla daga. Furðu mikill munur er þar á öskum Skaftfellinga og Rangæinga, askar Rangæinga eru með útskornum lokum og tvíeyrðir, en askar Skaftfellinga eru með renndum lokum og eineyrðir. Veit ég þó fyrir víst, að áður iðkuðu Skaftfellingar líka útskurð á asklokum. 1 gömlu gátunni er gert ráð fyrir því, að asklokið sé útskorið: 82 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.