Goðasteinn - 01.03.1965, Side 87

Goðasteinn - 01.03.1965, Side 87
Þórður T ámasson: Ávarii flnlf við frumvýiiiiimi hvihmymlarinnar: „Ásalireppor, báeniliir nij býli“ í Ási 21 olilöber l!lli4 Frú Ingiríður Eiríksdóttir og Guðjón Jónsson í Ási, kæru Ás- hreppingar og aðrir gestir! Ég vil við þetta tækifæri ávarpa, öðr- um fremur, heiðursmanninn Guðjón í Ási til að þakka dyggð hans í garð þeirrar stofnunar, sem ég er hér fulltrúi fyrir, byggða- safnsins í Skógum. Hermann Guðjónsson frá Ási hefur lýst hér aðdraganda og gerð þessarar kvikmyndar og boðað, að byggða- safnið fengi hana til eignar. Þetta er gleði- og þakkarefni mitt í dag. Byggðasafninu er það ákaflega mikils virði að fá þessa dýru og góðu gjöf til umönnunar og það meira en á einn veg. Allt, sem eykur veg þess, auðgar það að innra gildi og ytra á- liti, er vinum þess fagnaðarefni, en hér kemur fleira til. Með þessari gjöf hefst nýr þáttur í sögu og starfi safnsins. Kvikmynd- in, sem hér hefur verið sýnd, bendir á það, að fleira er safn- matur en gamlar minjar. Dagurinn í dag, samtíð okkar, eyðist og hverfur, en hin kvika, lifandi mynd samtíðarinnar er heim- ild handa komandi tímum, engu síður en áþreifanlegir hlutir liðinnar tíðar. Við höfum séð hér heila sveit um miðja tuttug- ustu öld; það sem hvarvetna skiptir mestu máli, mannlífið sjálft og umgerð þess í híbýlakosti manna og málleysingja. Hversu mikið vildum við ekki gefa til þess að geta séð sveitina eins og hún var fyrir ioo árum, að maður fari ekki lengra aftur í tímann. Þessi nútímamynd sýnir okkur íslenzka húsagerð í fortíð og nútíð. Við sjáum gamla torfbæinn í bænum hans Einars á Hús- Goðaste'mn »5

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.