Goðasteinn - 01.06.1977, Side 9
Brúnir undir Eyjafjöllum, um 1940.
um. Aftan við hjónaherbergi og baðstofu var búr vestar en eldhús
með kolaeldavél austar. Austan baðstofu var gangur gegnum húsið
og austan við hann rúmgóð stofa með svefnbekk og öðrum hús-
munum, m. a. orgeli. Norðan við stofuna var gangur, þar næst
geymsla en austanvið gangur með útidyrum en austast hlóðareldhús
og geymsla í öðrum enda. Austan við bæinn var stór hjallur og
heimreiðin að norðan milli hans og bæjarins. Stofan og gangurinn
var byggt 1904, en það sem var austan við, var byggt síðar.
Sunnan við húsið var blómagarður, sem Sigurður Vigfússon,
bróðir minn, gróðursetti í árið 1905 birki og reynivið, víði og ribs.
Síðar komu blóm, innlend og útiend, og var það fyrsta tilraun með
trjá- og útiblómarækt í sveitinni. En inniblóm voru ræktuð á heim-
ilinu nokkru fyrr og e. t v.. á fleiri bæjum, ég vil ckki fullyrða um
það, en man ekki eftir því annarsstaðar. Trén náðu nokkrum þroska
en urðu ekki hávaxin, hæst birkihrísla 3 m á hæð. Má vera að
næðingarnir á sléttlendinu, einkum þrálát austanátt, hafi valdið,
samhliða fremur grunnum jarðvegi. En blóm spruttu mjög vel, og var
garðurinn bæjarprýði mikil.
Goðasteinn
7