Goðasteinn - 01.06.1977, Blaðsíða 81
kaupmaður í Vík og Vestmannaeyjum, formaður, Stefán Ingi-
mundarson á Rofabæ, síðar bóndi þar og hreppstjóri, ritari, og
Sveinn Jónsson í Efriey, síðar bóndi úti í Grímsnesi, gjaldkeri.
Allir þá ókvæntir menn á besta aldri. Hvar þeir hafa fengið hug-
mynd að lögum og starfsreglum, er mér ekki ljóst. Fundir voru
haldnir á heimilum félagsmanna. Allmargt ungra manna, karla og
kvenna, gekk í féiag þetta. Menn dönsuðu og léku sér stundarkorn
cftir fundina. Blaðið Goodtcmplar var keypt í tveimur eintökum
og látið ganga á m.illi félagsmanna.
Skamma stund lifði þetta félag. Síðast voru í stjórn þess þær
Una Jónsdóttir, Skurðbæ, og Guðrún Runólfsdóttir, Nýjabæ, ung-
ar myndarstúlkur, en einhvern veginn sundraðist liðið. Bráðlega
reis úr rústunum nýtt félag, Viðreisn hét það, fámennt og átti
einnig skamman starfsdag. Aðalmenn þcss voru Magnús Jónsson,
Sandaseli (síðar Skaftfells) og Jóhann Sigúrðsson á Bakkakoti, lengi
bóndi þar.
Eftir þessar tilraunir, sem að vissu. leyti misheppnuðust, var
enn hafin liðssöfnun, og í byrjun árs 1905 fæddist bindindis-
félagið Sigurvon. Fyrsti formaður þess var Stefán Ingimundarson,
Rofabæ, skrifari Einar Sigurfinnsson, Kotey, og gjaldkeri Pétur
Hansson, Sandaseli, síðar smiður í Vík. Þetta félag varð nokkuð
fjölmennt, hélt góða fundi á ýmsum stöðum, oftast að Rofabæ.
Það hafði ýmislegt til skemmtunar. Bindindi á vín var aðaltil-
gangurinn. Nokkru fyrr en hér var komið, hafði Góðtemplara-
reglan fest rætur í Vestur-Skaftafellssýslu. Voru þar frumherjar
prestarnir sr. Magnús Bjarnason á Prestsbakka og sr. Bjarni Ein-
arsson á Mýrum, einnig sýslumaður Guðlaugur Guðmundsson á
Kirkjubæjarklaustri og Guðmundur Þorbjarnarson bóndi á Hvoli.
Stúkurnar Aldamót á Síðu, Fold.in í Álftaveri og Eygló í Vík
sáðu frá sér fræjum, sem af spratt félagshugur og félagssamtök í
nágrenni. Stcfán á Rofabæ, Jóhannes á Söndum og fleiri Meðal-
lendingar störfuðu í stúkunni Foldin. Svo gerðist það, að Sigurður
Eiríksson regluboði heimsótti Meðalland á vegum Stórstúkunnar
og stofnaði þar stúku, Sygin hét hún, nr. 124. Sumir stofnfélagar
voru þá í Sigurvon, sem starfað.i með fullu fjöri. Stefán á Rofabæ
varð umboðsmaður stórtemplars en æðstitemplar Jóhannes Árna-
Goðasteinn
79