Goðasteinn - 01.06.1977, Qupperneq 16
En það mátti heita sérstök fræðigrein að kunna skil á legu vatn-
anna og rekja sig eftir svonefndum brotum, þar sem grynnst var. Þá
list hafa menn numið víðsvegar um land, þar sem svo háttaði tii og
vötn voru víðast óbrúuð fram á seinni ár. Á þessari öld töpuðu tveir
menn hestu.m í vctnin, niður um ís, annar fór í Markarfljót 1916 en
hinn í Álana 1935.
Lítilsháttar silaingsveiði var í Markarfljóti og Álum en ekki var
það neitt stundað að ráði. Selur hélt sig talsvert við útfall Markar-
fljóts og var farið einn eða tvo daga á sumri frá Brúnum, Tjörnum
og Bakka í félagi að veiða selinn í nót. Stundum hittist á góðan
feng, bæði fékkst af selnum lýsi og skæðaskinn og kjötið þótti all-
gott úr salti, einkum af ungum sel en hreifarnir, þá jafnan kallaðir
mákar, verulegt hnossgæti sem kunnugt er.
Nú skal gerð grein fyrir ábúendum á Tjörnum og Brúnum eftir
árið 1900: Loftur Guðmundsson, f. 1822, dáinn líklega fyrir 1910,
mun hafa búið undir Eyjafjöllum um 50-60 ár, bjó í Seljalandsseli
áður en hann fluttist að Tjörnum, en það mun hafa verið alllöngu
fyrir aldamótin. Hann missti konu sína Vilborgu Þórðardóttur, en
bjó eftir það með ráðskonu, Helgu Þorvaldsdóttur. Loftur var hag-
ur vel bæði á tré og járn, hann fékkst m. a. við söðlasmíði. Hann
varð geðveill í elli sinni, mun bú hans hafa sundrast 1906. Loftur
bjó í vesturbænum á Tjörnum.
Næsti ábúandinn í vesturbænum á Tjörnum var Bergsteinn Berg-
steinsson frá Fitjarmýri, en hann bjó áður í Seljalandsseli. Berg-
steinn var kvæntur Sigríði Tómasdóttur frá Svaðbæli, f. 1875 dáin
1927. Hann fór á vertíðir til Vestmannaeyja og var formaður á
vélbát þar 1912 og fórst þar í vonskuveðri með skipverjum sínum,
hann var fæddur árið 1877.
Ekkja hans gift.ist Haraldi Jónssyni frá Vesturholtum, f. 1893
dáinn 1974, en Haraldur réðist ráðsmaður til Sigríðar nokkru eftir
að hún missti mann sinn. Þau bjuggu í vesturbænum þar til Sigríður
andaðist 1927. Haraldur kvæntist síðar Járngerði Jónsdóttur, systur
Einars, sem þá bjó í austurbænum á Tjörnum. Hún var fædd 1891
og andað.ist sama ár og Haraldur, 1974. Þau. bjuggu á Tjörnum til
ársins 1944, en fluttust það ár að Miðey í A-Landeyjum, þar sem
þau bjuggu til ársins 1967, er sonur þeirra tók við búskapnum.
14
Goðasteinn