Goðasteinn - 01.06.1977, Blaðsíða 72
inn mættu þar á sarna tíma. Þau höfðu skipt um dvalarstað. Seinni
hluta tímans í Seattle gistu þau hjá Erling Ólafsson og Kristínu konu
hans, glæsilegum sæmdarhjónum á efra aldri. Um kvöldið var ekið
til Seattle Center, en þar beið okkar það starf að taka saman föggur
okkar og koma baðstofulíkaninu fyrir í flutningakössum, að mað-
ur gleymi ekki kveðjustundinni við allt það góða, íslenska fólk, sem
með oklcur hafði starfað í íslensku sýningardeildinni. Að gömlum
og góðum sið voru þarna gefnir margir kveðjukossar og minningin
um samverustundirnar heldur áfram að búa hjá okkur hér austan
Ameríkuála.
Um kvöldið fór fram skilnaðarsamkoma allra þátttakenda í
þjóðháttasýningum norrænna manna í Washington og Seattle. Þar
voru ávörp flutt og síðan dansaðir gömlu dansarnir, eins og við
nefnum þá í svipinn réttnefni, dansar fyrri aldar, sem nú um sinn
eru sameign margra þjóða. Stóð gleði þessi til miðnætur og hver
fór til síns heima. Vinir mínir, Helgi og Charlotta, komu mér í nátt-
stað hjá Ray og Doris, og með nýjum morgni skyldi hald.ið í austur-
átt, á leið til tslands.
Doris Olason átti margar og langar ökuferðir með mig um
Seattle borg og hún lét sig ekki muna um það að aka með mig út
á fiugvöllinn að morgni 12. júlí. Vorum við kom.in þangað fyrir
kl. 9, og þar mættumst við íslensku ferðafélagarnir ásamt vini
okkar Bárði Jákubsen, en félagar hans frá Færeyjum lögðu lykkju
á leið sína alla leið til San Fransisco.
Doris var okkur til halds og trausts allt til kveðjustundar og svo
var á ný haldið upp í lciðir loftsins. Okkur var vísað til sæta í fyrsta
farrými flugvélarinnar, þar sem ekki væsti um mannskapinn. Við
hlið mér sat ókunnur maður innan við miðjan aldur. Að góðum
hætti vestmanna vildi hann vita deili á mér og sagði um leið til
nafns. Þetta var starfsmaður Alaska flugfélagsins á leið til fundar
í Chicago- Bauð hann mér óðar að skipta við sig sæti svo ég gæti
notið þess að líta yf.ir landið út um gluggann á leiðinni austur til
Chicago. Varð mér þá fyrst fyrir augum fjall fjallanna á þessum
slóðum, Mount Rainier í allri sinni 4391 m hæð, snævi þakið og
ljómandi í birtu morgunsólarinnar. Það var líkt og kveðja til mín
70
Goðasteinn