Goðasteinn - 01.06.1977, Blaðsíða 110
Jón R. Hjálmarsson:
Eyríkið fagra í Eystrasalti
Það var sólbjartur dagur í byrjun september. Hvít og biá þota
frá finnska flugfélaginu klífur loftið og náigast Álandseyjar á leið
sinni til Stockhólms. Rödd flugfreyjunnar tilkynnir að nú sé kom-
inn tími til að spenna öryggisbeltin, því að brátt munum við lenda
á flugvellinum hjá Maríuhöfn, höfuðborg þessa fagra og sérstæða
eyríkis í Eystrasalti, miðja vegu milli Finnlands og Svíþjóðar. Fyrir
neðan er hafið slétt og blátt, fagurlega stafað geislum síðsumarsólar
og krökkt af eyjum og hólmum hvert sem litið er. Það er hluti af
Álandseyjakiasanum mikla, sem í eru um það bil 6500 eyjar, nokkr-
ar allstórar, en velflestar þó smáar, auk mikils fjölda skerja. Nú
lækkar vélin ört flugið og svífur yfir hið eiginlega Áland, þar sem
skiptast á skógar og akrar, blómlegar byggðir og berar klappir,
firðir, flóar og vötn. Fyrr en varir snerta hjól vélarinnar flugbraut-
ina og innan skamms er numið staðar fyrir framan nýlegt flug-
stöðvarhús á vellinum við Maríuhöfn.
Alltaf er það forvitnilegt að koma til lands í fyrsta skipti og því
er það með nokkurri eftirvæntingu, að ég ek með flugfélagsbílnum
inn í höfuðborg þessa næstum sjálfstæða og fyrrum mjög svo ein-
angraða eylands. Hér heima vitum við ekki almennt mikið um
Álendinga, land þeirra og baráttu fyrir tilverunni. Við vitum þó
að þar hefur oft verið þröngt í búi og haria erfitt að bjarga sér.
Nægir í því efni að minna á söguna um Katrínu eftir Sally Salminen,
sem einu sinni var lesin hér í útvarpi, eða þá Maju, konuna í skerja-
garðinum, eftir Anni Blomquist, er gekk í mörgum framhaldsþátt-
um í sjónvarpinu okkar í fyrra og vakti mikla athygli. En það eru
ekki Áiandseyjar Katrínar eða Maju, sem ber fyrir augu, þegar ekið
cr um Maríuhöfn, því að hún er fögur og nýtískuleg borg, sem ber
með sér snyrtimennsku og velmegun íbúanna. Víða eru fagrar
108
Goðasteinn