Goðasteinn - 01.06.1977, Blaðsíða 112

Goðasteinn - 01.06.1977, Blaðsíða 112
uðust að þá mundu þeir missa sérréttindi til verslunar í Stockhólmi, er þeir höfðu haft frá fornu fari. Nafn sitt, Maríuhöfn, hlaut þessi nýi kaupstaður í höfuð Maríu Alexandróvnu, rússnesku keisarainjunnar. Lega bæjarins á mjóu nesi syðst á aðaleyjunni með góðar hafnir á báðar hliðar er mjög hagstæð frá náttúrunnar hendi, enda hagnýttu heimamenn sér það brátt. Vöxtur kaupstaðarins var þó fremur hægur til að byrja með, en jókst eftir því sem lengur leið. Verslun, fiskveiðar, skipasmíðar og siglingar urðu brátt mikilvægar atvinnugreinir. Álendingar voru frá fornu fari þrautþjálfaðir og harðduglegir sjómenn. Urðu þeir víðfrægir sægarpar þegar á tímum seglskipanna og hafa haldið áfram á þeirri braut æ síðan, þótt tæki og tækni hafi breyst. Sem minn.ismerki um horfið blómaskeið seglskipanna er fjórmastraða barkskipið Pommern, sem nú liggur við festar í vesturhöfn höfuð- borgarinnar og er þar varðveitt sem safngripur. Koma margir ferða- langar til að skoða skipið ásamt sjóferðasafninu er stendur þar skammt frá á hafnarbakkanum og er eitt hið besta sinnar tegundar í heiminum. Eftir heimsstyrjöldina síðari hafa Álendingar eignast mikinn og nýtískulegan flota hafskipa og stunda nú siglingar um víða veröld. Floti þeirra er yfir 600 þúsund lestir samtals og hlýtur að vera sá stærsti í heimi, ef miðað er við fólksfjölda. Af öðrum meiri háttar atvinnugreinum Álendinga skipa landbúnaður og fiski- veiðar alltaf mikilvægan sess. Iðnaður er og nokkur og þá einkum skipasmíðar, viðgerðaþjónusta og ýmis verkstæðaiðnaður. En sú atvinnugrein sem tekið hefur mestum framförum síðustu árin er ferðamannaþjónusta ýmis konar. Álandseyjar voru löngum harla einangraðar og lögðu þangað fáir leið sína, nema í brýnustu erind- um. Þetta tók þó að breytast um og upp úr síðustu aldamótum og fjölgaði þá ferðamönnum hægt og sígandi. En eftir síðari heims- styrjöld varð nánast bylting í þessum efnum, er Álendingar bættu samgöngukerfi sitt heima fyrir og hófu fastar áætlanaferðir góðra farþegaskipa milli heimalands síns og Svíþjóðar og Finn- lands. Þá hafa og flugsamgöngur komið til og valdið straumhvörf- um með daglegum ferðum við nágrannalöndin. Aðalferðamanna- tíminn er yfir hásumarið, en utan hans er orðið mjög algengt að þarna séu haldnar ráðstefnur og þing alls konar, svo að alltaf er 110 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.