Goðasteinn - 01.06.1977, Qupperneq 47
Þórdur Tómasson:
Ferðast í vesturveg
Litlum tíðindum þykir það sæta nú á dögum, þótt menn ferðist
til fjarlægra landa. Einstakl.ingnum, sem kannar ókunna stigu, er
það þó venjulega mikill viðburður og meiri eða minni skóli.
Sumarið 1976 lögðu margra þjóða menn leið sína til Bandaríkj-
anna til að taka þátt í hátíðahöldum þeirra á 200 ára ríkisafmæli.
Safnastofnunin heimsfræga í Washington, Smithsonian, sendi vítt
um lönd boð um þátttöku í mikilli þjóðháttahátíð undir nafninu
Festival of American Folklive: „Old ways in the new world“ og
gæti síðara heitið nefnst Gamlir hættir í nýjum heimi. Boðið fól
það í sér að þjóðirnar kynntu ákveðna þætti í gamalli menningu
sinni, andlegri og verklegri, og yrði þátttakan framlag þeirra tengt
landnemunum, sem þær létu vesturheimi í té.
Fyrir atbeina Þórðar Einarssonar fulltrúa í utanríkisráðuneytinu
og fleiri góðra manna réðist það svo að héðan frá íslandi færu þrír
fulltrúar með þjóðháttaefni. Var ég, sem þetta rita, einn þe.irra en
hinir voru Margrét Líndal handavinnukcnnari við Laugarnesskól-
ann í Reykjavík og maður hennar, Kristinn Gíslason kennari.
Skiptum við með okkur verkum, þau hjónin tóku að sér að kynna
tóvinnu, en mitt hlutverk var að sýna hrosshársvinnu frá tæingu
hársins til fullunninna gripa. I framkvæmd varð þetta sýnishorn
baðstofuvinnu og fór fram í baðstofulíkani, sem Laugarnesskólinn
lánaði vestur. Vinnuefnið fluttum við allt með okkur, svo og nauð-
synleg áhöld og marga muni fullunna úr ull og hrosshári. Vöktu
tóvörur Margrétar og Heimilisiðnaðarfélagsins, mikla athygli fyrir
listahandbragð, og gamlir og nýir hrosshársmunir úr byggðasafninu í
Skógum þóttu cigi síður góðir fulltrúar fyrir íslenskan heimilisiðnað.
I áætlun ferðar okkar var miðað við það að við dveldum i
Washington dagana 21.-29. júní og í Seattle frá 29. júní til 14. júlí.
Goðasteinn
45