Goðasteinn - 01.06.1977, Side 106

Goðasteinn - 01.06.1977, Side 106
tinna sama tilgangi. 1 Landsve.it og Gnúpverjahreppi hittast enn heimili þar sem eldir eftir af gömlum vana í því að hafa hrafntinnu innanbæjar óháð allri steinasöfnun. Blaka eða súgspjald eru gömul orð úr Suður-Þingeyjarsýslu um áhöld til að súga að hlóðaeldi eða fýsa eld. Heimild hef ég um það úr Grýtubakkahrepp að góð þótti blaka úr hrossherðablaði og skyldi eldur þá ekki granda húsum. Talað var um það að hross væru eld- hrædd og var þetta tengt því. Á Vestfjörðum þótti heill standa af því að hafa hauskúpu af hrossi í fjósi, enda jafnframt notuð sem mjaltasæti- Sunnlendingar settu hauskúpu af hrossi í hey sín svo ekki hitnaði í þeim um skör fram og átti hauskúpan að vernda þar kýr- fóður. Gamlir Landeyingar töluðu um heysteininn eða heyhelluna, sem sett var í heyin frá ári til árs til að varna bruna. Skógarnýra eða viðarnýra mun þó hafa verið einna algengust eld- vörn. Nýrað var ýmist rótaræxli eða stofnæxli af birkitré og er í réttu formi áþekkt sauðarnýra að lögun. Fallegast skógarnýra hef ég séð úr Hofsskógum í Álftafirði og var stofnæxli. Rótartré, sem bar á reka, voru einstaka sinnum nýrnatré og eru tengd þjóðtrú sunnan fjalla og norðan. Kolbeinn Guðmundsson frá Úlfljótsvatni í Grafningi sagði mér að skógarnýra hefðu verið í hverju eldhúsi í Grafningi á uppvaxtar- árum hans um og eftir 1880. Vilhjálmur Ólafsson frá Hvammi í Landsveit gaf byggðasafninu í Skógum gamalt og gott skógarnýra úr Næfurholtsskógum. Móðir gefanda, Ólöf Jónsdóttir frá Lunans- holti, eignaðist það gamalt hjá frændfólki sínu í Næfurholti um 1880. Fylgdu þau ummæli að ekki skyldi eldur granda húsi, sem varðveitti það. Nýrað virðist vera rótaræxli. Það ber safnnúmer 2394. Úr Strandasýslu hef ég þann fróðleik að ekki skyldi kvikna í húsi ef hvalbein var sett í húsvegginn, er hann var byggður. Séð hef ég heilt hleðslulag úr hvalbeinshryggjarliðum í gömlu húsi en þar mun nýtnin ein hafa ráðið verki. Hrafntinna var til fieiri hluta nytsamleg en þess að vera eldvörn í húsi. Gömul kona undir Eyjafjöllum sagði við mig: „Það þótti alveg eins og gullmoli að eiga hrafntinnumola. Það var sagt að það ætti aldrei að fljúga undir kú ef hrafntinna var grafin í básinn.“ 104 Goðasteinn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.