Goðasteinn - 01.06.1977, Blaðsíða 10
Matjurtagarður allstór var í brekkunni vestan við bæinn og ann-
ar garður við heimreiðina sunnan að bænum, en eftir 1920 var
plægður garður nyrst í gamalgrónu túni og var mjög góð spretta á
kartöflum þar. V.ið horn heimakálgarðsins var smiðja.
Kýr voru mjólkaðar á stöðli norðan túns, þar voru einnig færi-
kvíar sem ær voru mjólkaðar í, og síðar var byggður á sama stað
nátthagi fyrir ærnar. Um 1910 var gerð girðing fyrir sunnan bæ.
Hún lá fyrir austan mýrina fram brúnina og alla ieið fram fyrir
Tangann. Lögðu Tjarnamenn þar eitthvað á móti vegna slægju-
stykkisins, Tjarnatanga. Girðingin var gaddavírsstrengur á hlöðn-
um vörðum, vírinn var festur í tréhæla, sem reknir voru niður í
vörðurnar. Girðingin varnaði stórgripum í engjarnar, en fé smaug
undir vír.inn. Nálægt 1920 var svo sett girðing á Fauskabakkann og
náði hún saman við eystri girðinguna framan við Tjarnatangann.
Girðingin um túnið á Brúnum var torfgarður snydduhlaðinn, axlar-
hár, var settur á hann gaddavírsstrengur.
Geta skal nokkurra örnefna í túni og engjum á Brúnum. Næst
bænum nyrst í mýrinni er Norðurkrókur, leirkeldur en sléttir balar
á milli. í Norðurkrók er efsti hluti afrennslisskurðar, sem tekinn
var til að þurrka mýrina, hann var grafinn um 1900, með handverk-
færum einum eins og þá gerðist. En faðir minn, Vigfús Bergsteins-
son, hóf snemma á búskaparárum sínum jarðabætur þó leiguliði væri
lengst af búskapnum. Hann sléttaði í túni, sem var þýft, og færði
út. Hann gerði brú þvert yfir mýrina og skurð samhliða henni.
Brúin var heybandsvegur og heimreið vestan að bænum, yfir ill-
færar keldur. Vigfús fékk Sveinbjörn Ólafsson búfræðing frá Hjálm-
holti í Árnessýslu til þess að mæla fyrir brúnni, og einnig flóðgörð-
um, sem smám saman voru gerðir yfir mýrina þvera. Héldu þeir
uppi vetraráveitu, sem sléttaði mýrina og jók grassprettu. Nokkru
sunnan við brúna er langt flóð suður eftir mýrinni, kallað Mið-
mýrarflóð. Sunnan við það, þvert yfir mýrina, er Stóraflóð, stærðar
kelda og vestast í henni fen, Mórauðipytttur. Afrennslisskurðurinn,
sem fyrr getur í Norðurkrók, endaði í Graslausaflóði, uppsprettu-
lóni. Sunnan við Graslausaflóð eru Hraunsnefsflóð með brúninni og
vestur að Tangalæk, sem liggur úr Graslausaflóði og fram eftir
mýrinni allt til Álafarvegarins. Flóðin eru keldurásir og sléttir balar
8
Goðasteinn