Goðasteinn - 01.06.1977, Síða 10

Goðasteinn - 01.06.1977, Síða 10
Matjurtagarður allstór var í brekkunni vestan við bæinn og ann- ar garður við heimreiðina sunnan að bænum, en eftir 1920 var plægður garður nyrst í gamalgrónu túni og var mjög góð spretta á kartöflum þar. V.ið horn heimakálgarðsins var smiðja. Kýr voru mjólkaðar á stöðli norðan túns, þar voru einnig færi- kvíar sem ær voru mjólkaðar í, og síðar var byggður á sama stað nátthagi fyrir ærnar. Um 1910 var gerð girðing fyrir sunnan bæ. Hún lá fyrir austan mýrina fram brúnina og alla ieið fram fyrir Tangann. Lögðu Tjarnamenn þar eitthvað á móti vegna slægju- stykkisins, Tjarnatanga. Girðingin var gaddavírsstrengur á hlöðn- um vörðum, vírinn var festur í tréhæla, sem reknir voru niður í vörðurnar. Girðingin varnaði stórgripum í engjarnar, en fé smaug undir vír.inn. Nálægt 1920 var svo sett girðing á Fauskabakkann og náði hún saman við eystri girðinguna framan við Tjarnatangann. Girðingin um túnið á Brúnum var torfgarður snydduhlaðinn, axlar- hár, var settur á hann gaddavírsstrengur. Geta skal nokkurra örnefna í túni og engjum á Brúnum. Næst bænum nyrst í mýrinni er Norðurkrókur, leirkeldur en sléttir balar á milli. í Norðurkrók er efsti hluti afrennslisskurðar, sem tekinn var til að þurrka mýrina, hann var grafinn um 1900, með handverk- færum einum eins og þá gerðist. En faðir minn, Vigfús Bergsteins- son, hóf snemma á búskaparárum sínum jarðabætur þó leiguliði væri lengst af búskapnum. Hann sléttaði í túni, sem var þýft, og færði út. Hann gerði brú þvert yfir mýrina og skurð samhliða henni. Brúin var heybandsvegur og heimreið vestan að bænum, yfir ill- færar keldur. Vigfús fékk Sveinbjörn Ólafsson búfræðing frá Hjálm- holti í Árnessýslu til þess að mæla fyrir brúnni, og einnig flóðgörð- um, sem smám saman voru gerðir yfir mýrina þvera. Héldu þeir uppi vetraráveitu, sem sléttaði mýrina og jók grassprettu. Nokkru sunnan við brúna er langt flóð suður eftir mýrinni, kallað Mið- mýrarflóð. Sunnan við það, þvert yfir mýrina, er Stóraflóð, stærðar kelda og vestast í henni fen, Mórauðipytttur. Afrennslisskurðurinn, sem fyrr getur í Norðurkrók, endaði í Graslausaflóði, uppsprettu- lóni. Sunnan við Graslausaflóð eru Hraunsnefsflóð með brúninni og vestur að Tangalæk, sem liggur úr Graslausaflóði og fram eftir mýrinni allt til Álafarvegarins. Flóðin eru keldurásir og sléttir balar 8 Goðasteinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.