Goðasteinn - 01.06.1977, Qupperneq 100
hlaðast upp- Þær hafa þá tekið sér þann farveg, sem þær hafa nú.
Sandurinn er allur til orðinn af foki austan af vatnasvæði Hverfis-
fljóts.
Um Hverfisfljót (Almannafljót) getur fyrst sem læk í Landnámu.
Eflaust hafa mörg hlaup komið í það fyrr á öldum. Örugg heimild
er til um stórhlaup í því 30 árum fyrir Skaftárelda. Á hinu gamla
vatnasvæði þess er nú byggðin Brunasandur.
Sunnan við Breiðbalakvísl hefur verið grasi vaxinn bakld og er
enn á blettum. Fyrr hefur hann verið óslitinn frá Stjórn að Hörgár-
mótum, nefndur Langibakki. Suðvestur af Breiðabólsstað er hólmi,
allhár, ber nafnið Breiðibali, víðivaxinn og lengi voru þar nokkrar
birkihríslur, kræklóttar mjög. Nú er hólminn það eina, sem eftir er
af Langabakka. Vestan við balann hefur á síðustu öld myndast skarð
í bakkann og upp úr því var farið yfir Kvíslina. Var það nefnt að
fara yfir á Kvíslarskarðinu.
Undir lok síðustu aldar var hafist handa við að græða upp sand-
inn með því að veita Stjórn fram á hann. Var vatninu dreift um
hann með því að moka upp görðum og klæða þá með torfi, sem
flutt var að á hcstum, mikið af því sótt austur yfir Geirlandsá og
þá stutt leið ef farið var yfir í Skarðinu. Eftir það var farið að
nefna þetta vað Torfvaðið og heldur því nafni síðan.
Á móts við Breiðbala eru glögg merki þess að Geirlandsá hefur
í eina tíð tekið þar við ánni Stjórn. Farið var að nefna sandinn
Stjórnarsand, þegar þessi uppgræðsla hófst, fram að því var talað
um Sandinn eða Sandana, er rætt var um þennan stað.
Á Langabakka áttu Mörtungubændur slægjuítak, 20 hesta engi.
Móti því átti Breiðabólsstaður upprekstur í Lambatungur fyrir
geldfé og fráfærulömb, Langibakki mun hafa eyðilagst sem engi
fyrir 200 árum eða vel það og þar með horfið þessi viðskipti jarð-
anna.
UM SKAMMDEGISNÓTT VIÐ SVERRISMÝRI
Sverrismýri nefnist mýrarslakki norður af Grenhólum í Klausturs-
heiði á Síðu. Einu sinni sem oftar var ég þar á heimieið úr kindaleit-
Ég hafði lagt af stað nóttina áður ásamt Eiríki Einarssyni í Mörk og
leituðum daglangt Lauffellsmýrar og Geirlandshraun, austanvert,
98
Goðasteinn