Goðasteinn - 01.06.1977, Side 38
ur árið 1792, andaðist 6. desember 1865. Hann bjó í Flagbjarnarholti
í 40 ár, 1826-1866.
Fyrri kon'a Gísla var Ingibjörg Ólafsdóttir ljósmóðir, fædd 1790, d.
1843, frá Ásólfsskála Ólafssonar. Börn þeirra hjóna voru 5.
Grafskriftin, er Oddur mun hafa samið, er þá ckki send til prentunar
fyrr en um það bil tveim árum eftir lát Ingibjargar, en hún kom ekki í
Skírni.
Seinni kona Gísla var Sigríður Árnadóttir frá Skarði í Gnúpverja-
hreppi, f. 1809, d. 30. september 1887. Hún var ekkja eftir Steindór
Þórðarson' í Götu.
Sigríður og Gísli áttu sex börn, en flest dóu þau ung. Ingibjörg var
kona Páls í Svínhaga Jónssonar. Guðríður giftist Gesti Sveinssyni frá
Heiði. Hann var ráðsmaður hjá Sigríði, ekkju Gísla, nokkur ár, en gekk
svo að eiga dóttur hennar og settist í búið. Hann er talinn bón’di í
Flagbjarnarholti 1879-1915 (d. 13. nóv. 1918).
(Ábúendatal í Landmannahreppi, handrit Óskars Einarssonar, læknis.)
Þúfu, 27 dag Jan. 1846.
Hálærði herra Prófessor og Etazráð.
Jeg þakka iður auðmjúklegast firir „Nordisk Tidskrift“ merkji-
lega bók sem þjer senduð mjer í vor og sem mjer var mjög kjær-
komin, en hvort þjer hafið brjef feingjið frá mér með brjefa dugg-
unni í firra veit jeg ekkji, þar þjer hafið ekkji komist til að rita línu
með bókjinnni, og hvort það mundi fá framgáng er jeg dirfðist að
nefna þar í, ásamt öðru í firra haust er jeg sendi með síðustu skjip-
um, væri mjer annt að vita.
Nú hef jeg ekkji gjetað komist ifir neitt sem fornfræði væri í
en þó hefur mjer komið til hugar að láta iður vita: að hjer skamt
frá eru fornar tóptir sem aimennt eru haldnar þingbúðir gamlar og
sem liggja undir holti er ,,Þingholt“ nefnist, ekkji ólíklegt að satt
gjeti verið (máskje hafi brúkaðar verið þá haldið var hjeraðsþingið
í Árnesinu því þær eru rjett firir austan kvíslina sem rennur firir
austan það). - Þar jeg finn mig nú margfaldlega skuldbundinn, vildi
jeg reina til að gjefa iður skjírslu um þær, bæði mál, lögun og
annað þarað lútandi, sem jeg gjæti uppgötjvað, ef iður findist það
mundi þess verðt að gaumgjæfa það, og væri mjer kjært að fá svar
frá iður þarað lútandi, en jeg skal leitast við að vanda sem má ef
að því kjemur.
36
Godasteinn