Goðasteinn - 01.06.1977, Blaðsíða 86
Horni langt fram á sumar, en þá kom franskt spítalaskip inn á
Hornshöfn til að sækja þá.
Þarna urðu mörg strönd þessa örlaganótt og fjöldi manns
drukknaði. Marga rak upp og vitnar enn um það fjöldagröf í
Stafafellskirkjugarði. Aðrir voru jarðaðir í Bjarnarneskirkjugarði.
Það heyrði ég ungur, að flesta hefði verið búið að jarðsyngja,
áður en farið var af stað með strandmenn, sem af komust og voru
ferðafærir, að mig minnir austur að Búðum við Fáskrúðsfjörð.
Komið var við á Stafafelli, og var sagt, að skipbrotsmennirnir
hefðu sungið sinnar þjóðar sálma þar mikið og lengi og varla verið
fáanlegir til að fara af stað þaðan fyrr en eftir alllanga dvöl.
Prestur á Stafafelli var þá sr. Bjarni Sveinsson. Hann hélt staðinn
1862-1878. Fyrir nokkrum árum var settur minnisvarði þarna
á frönsku fjöldagröfina.
Franska stjórnin sendi Hornbændum veglegar ,,medalíur“ eða
orður úr gulli fyrir framúrskarandi móttökur og hjúkrun strand-
manna. Skartaði Eyjólfur Sigurðsson timburmaður á Horni með
orðu sinni við meiri háttar tækifæri. Er hún enn varðveitt hjá
niðjum hans á Horni ásamt heiðursskjali, sem fylgdi.
Franska stjórnin sendi Hornsbúum einnig áttróinn fiskibát
með árum og rá og reiða, smíðaðan í Engey af Kristni Magnús-
syni orðlögðum báta- og skipasmið. Var það lengi haft á orði
hér af smiðum, hvað báturinn hefði verið vel og fagurlega
byggður. Aðeins einn galli þótti á honum hér við sandinn og það
var, að honum var svo lengi að slá flötum upp í fjöruna, hann var
svo rásfastur.
Báturinn hét Engey. Hornsbændur seldu hann um 1880 Sigurði
Gíslasyni þá bónda í Hvammi í Lóni. Hann var ættaður héðan
úr sveit og flutti hingað aftur. Bátnum var fyrst róið úr Horns-
höfn og um Papós frá Þorgeirsstaðaklifum, þaðan sem haldið var
út til fiskidráttar úr vestur Lóni. Frá Þorgeirsstaðaklifum var lagt
af stað á Engey með búslóð Sigurðar. Var henni þá fyrst róið
og lengst af, en síðari hluta leiðarinnar var siglt, og þótti mönn-
um það ljúft ferðalag. Skipinu var siglt inn um Hálsós og upp
að Lónabökkum niður af Hestgerðisbænum. Þar var hann affermd-
ur enda komið á leiðarenda.
84
Goðasteinn