Goðasteinn - 01.06.1977, Side 86

Goðasteinn - 01.06.1977, Side 86
Horni langt fram á sumar, en þá kom franskt spítalaskip inn á Hornshöfn til að sækja þá. Þarna urðu mörg strönd þessa örlaganótt og fjöldi manns drukknaði. Marga rak upp og vitnar enn um það fjöldagröf í Stafafellskirkjugarði. Aðrir voru jarðaðir í Bjarnarneskirkjugarði. Það heyrði ég ungur, að flesta hefði verið búið að jarðsyngja, áður en farið var af stað með strandmenn, sem af komust og voru ferðafærir, að mig minnir austur að Búðum við Fáskrúðsfjörð. Komið var við á Stafafelli, og var sagt, að skipbrotsmennirnir hefðu sungið sinnar þjóðar sálma þar mikið og lengi og varla verið fáanlegir til að fara af stað þaðan fyrr en eftir alllanga dvöl. Prestur á Stafafelli var þá sr. Bjarni Sveinsson. Hann hélt staðinn 1862-1878. Fyrir nokkrum árum var settur minnisvarði þarna á frönsku fjöldagröfina. Franska stjórnin sendi Hornbændum veglegar ,,medalíur“ eða orður úr gulli fyrir framúrskarandi móttökur og hjúkrun strand- manna. Skartaði Eyjólfur Sigurðsson timburmaður á Horni með orðu sinni við meiri háttar tækifæri. Er hún enn varðveitt hjá niðjum hans á Horni ásamt heiðursskjali, sem fylgdi. Franska stjórnin sendi Hornsbúum einnig áttróinn fiskibát með árum og rá og reiða, smíðaðan í Engey af Kristni Magnús- syni orðlögðum báta- og skipasmið. Var það lengi haft á orði hér af smiðum, hvað báturinn hefði verið vel og fagurlega byggður. Aðeins einn galli þótti á honum hér við sandinn og það var, að honum var svo lengi að slá flötum upp í fjöruna, hann var svo rásfastur. Báturinn hét Engey. Hornsbændur seldu hann um 1880 Sigurði Gíslasyni þá bónda í Hvammi í Lóni. Hann var ættaður héðan úr sveit og flutti hingað aftur. Bátnum var fyrst róið úr Horns- höfn og um Papós frá Þorgeirsstaðaklifum, þaðan sem haldið var út til fiskidráttar úr vestur Lóni. Frá Þorgeirsstaðaklifum var lagt af stað á Engey með búslóð Sigurðar. Var henni þá fyrst róið og lengst af, en síðari hluta leiðarinnar var siglt, og þótti mönn- um það ljúft ferðalag. Skipinu var siglt inn um Hálsós og upp að Lónabökkum niður af Hestgerðisbænum. Þar var hann affermd- ur enda komið á leiðarenda. 84 Goðasteinn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.