Goðasteinn - 01.06.1977, Blaðsíða 102
Eftir litla dvöl hélt ég aftur af stað, og þá var þessi sýn aftur í
sömu fjarlægð á undan mér. Ekki kunni ég sem best við þetta og
reyndi að víkja til hliðar, en það breytti engu. Ég hélt því áfram
eins og leiðin lá og náunginn í sömu fjarlægð á undan mér. Ég var
orðinn vel sáttur við þennan förunaut minn. Hann fylgdi mér þar til
halla tók undan fæti, birtan skýrðist og bryddi með bláu til hafsins.
Það sinn var bláminn ekki fjallfastur, en fjallfastur gaf hann von
um betri tíð, sem er svo önnur saga.
Vera má að förunauturinn hafi fylgt mér alla leið heim, þótt ekki
festi ég þá á honum augu. Áður hafði þetta sama borið fyrir mig
við Sverrismýri en þá mjög skamma stund.
Hvað var hér á ferð? Sú gáta verður víst seint ráðin, og ekki
brýt ég heilann um það. Það eitt er víst að þessi mannvera er mér
kær og verður vinur minn meðan ég held ráði og rænu. Lengi hef
ég átt þessa minningu einn, var mér nánast líkt og helgur dómur.
En svo var það fyrir rúmu ári að ég sagði góðvini mínum og frænda
Þórarni Helgasyni frá Þykkvabæ þessa sögu. Hjá honum rifjaði það
upp löngu liðið atvik. Hann var að reka fé sitt til fjalls og áði um
stund á Sverrismýri- Veður var mjög gott, sólskin og hiti. Þórarinn
stóð á lágu holti ofan við mýrina og litaðist um. Með honum var
hundur, sem skyndilega tók að ókyrrast og var engu líkara en hann
sæ.i eitthvað, sem að honum sækti. Reyndi hann að troða sér sem
fastast upp að Þórarni, urraði hann og gelti í ákafa og ýfðist á hon-
um hvert hár. Undraðist Þórarinn þetta háttalag hundsins, því
sjálfur sá hann ekkert, sem valdið gæti þessum viðbrögðum. Það
skvldi þó aldrei vera að þarna hafi félagi minn verið á ferð?
Skrifað í mars 1976.
Höfundur þessara þátta, Eiríkur Skúlason, andaðist 10. mars
1911. Utn örnefni er þess m. a. að geta að Staðarfell kann að vera
kennt við Breiðabólssttað á Síðu en til álita kemur að það sé leitt
af nafni Helgastaða, sem Helgastaðafjall t Geirlandsbeiði er við
kennt og enginn veit nú af að segja. Þangað kynni einnig að vera
sótt heitið á Staðarhrossatungum, en svo nefnist breið torfa milli
tveggja gilja rétt vestan við Eintúnaháls.
100
Goðasteinn