Goðasteinn - 01.06.1977, Blaðsíða 113
talsvert að gera í þessari ungu og mjög svo blómstrandi atvinnu-
gre.in á Álandseyjum.
Á síðustu tímum hefur komið yfir ein milljón ferðamanna til
Álandseyja á ári hverju. Það leynir sér heldur ekki að víða er
mikill viðbúnaður til að taka á móti öllum þessum fjölda. Mikið er
um verslanir, veitingahús, gistihús, mótel, tjaldstæði, hjólhýsi, smá-
hýsi og fleira bæði í og við höfuðborgina sem og út um allar eyjar.
I þessu fagra landi una ferðalangar sér vel, enda leggja heimamenn
sig fram um að gera þeim dvölina sem ánægjulegasta. Fólk skoðar
forna sögustaði, unir sér við gönguferðir, syndir í sjónum, sólar
s.ig á hlýjum sandströndum og granítklöppum, fer í sjóferðir á
seglbátum og hraðbátum, stundar veiðar í sjó og vötnum og hvílist
síðan eftir dagsins önn á vistlegum skemmtistöðum, þar sem gnægð
er góðra veitinga og dansinn dunar fram á nótt. Þetta er hið ljúfa
líf, sem margir ferðalangar sækjast eftir og Álendingar nota sem
búgrein í vaxandi mæli. Flestir ferðamenn, er sækja Álandseyjar
heim, koma frá borgum og öðrum þéttbýlisstöðum á austurströnd
Svíþjóðar, en hin síðari ár hefur og fjöldi finnskra ferðamanna vax-
ið sem og Þjóðverja og annarra meginlandsbúa.
En hverfum nú frá ljúfu lífi skemmtiferðamanna, sem þyrpast
til Álandseyja í stríðum straumum, þegar sólin skín sem skærast
og heitast á lönd og hcf þar eystra um hásumarið, og virðum fyrir
okkur tilverusvið og sögu þessarar harðduglegu og þrautseigu þjóð-
ar, sem eyjarnar byggir. Sagan á rík ítök í hugum Álendinga, enda
blasa við augum söguleg minnismerki, svo sem rústir, kuml, haugar
og önnur forn mannaverk hvert sem litið er. Ekki er þó talið að
mannabyggð hafi fest rætur á eyjunum fyrr en um 4000 f. Kr., er
jökulfarg síðustu ísaldar hafði gefið svo mjög eftir, að á þessum
slóðum höfðu risið allmargar smáeyjar úr hafi, enda þótt það stæði
þá um það bil 60 metrum hærra en það gerir á okkar tímum. Talið
er að fyrstu mennirnir hafi komið til eyjanna frá finnska megin-
landinu og dvalist þar aðeins tíma og tíma í senn við veiðiskap, því
að gnægð var af sel, fiski og fugli. Von bráðar hófst þarna föst bú-
seta og vitna ýmsir fornleifafundir um hana, meðal annars fjöldi
brota úr haglega gerðum leirkerum. Virðist þetta veiðimannasam-
félag steinaldarinnar hafa haldið velli lítt breytt í aldaraðir, en
Goðasteinn
111