Goðasteinn - 01.06.1977, Side 43
og í Heklubók sama höfundar á ensku: The Eruptions of Hekla in
historical times, útgáfu Vísindafélagsins, Rv. 1967. Þar er myndin i
litum á bókarkápu, lítið eitt smækkuð, en í frumgerð er myndin 15,3
x 18,5 cm.
í bók dr. Sigurðar, Hekla, útg. Almenna bókafélagið, Rv. 1970, er
prentað málverk eftir danskan lækni, A. S. I. Haalland, cr var áður í
eigu Sigfúsar M. Johnsens, fyrrum bæjarfógeta í Vestmannaeyjum, nú í
Þjóðminjasafni íslands.
í texta með myndinni segir: „Haalland sá, er málaði þessa jnynd, var
læknir í Vestmannaeyjum 1840-1845, og sýnir myndin gosið séð þaðan
kl. 10 að kvöldi 8. nóvember 1845. Myndir Haallands og lituð teikning
eftir Odd Erlendsson, bónda í Þúfu, cru einu samtíma myndir af þessu
Heklugosi.“
Heklurit Odds, sem er tileinkað Finni prófessor Magnússyni, er 54
blaðsíður 8vo, þéttskrifaðar. Útdráttur úr dagbók Odds er prcntaður í
Rit um jarðelda á íslandi, er Markús Loftsson, bóndi í Hjörleifshöfða,
tók saman, Rvk. 1880, 2. útg. 1930. í bók Markúsar cr breytt frá staf-
setningu Odds og texta.
Goðasteinn
41