Goðasteinn - 01.06.1977, Blaðsíða 39
Nú í fursta sinni ætla jeg að skrifa iður tíðindi af landi voru, þar
þau eru nú næg sem í frjettir eru færandi en það er um Heklugosið
og á jeg þess hægra með að seigja frá því sem jeg er nær en margjir
aðrir (nefnil. í næstu sveit) og því daglega þess sjónarvottur er fram-
fer í henni, þó verður þetta ekkji nema stutt ifirlit en eingjin full-
komin frásaga.
Helda sprakk út 2n dag September um Dagmálab.il með ofsa
nið og dunum so sem hafrót væri. Sló þá upp á landnorðurloptið
æði miklum sorta og alt í útnorður, komu þá sosem reiðarslög í
fjallinu, og hjeldust þau við leingji og stundum heirast þau, en undir
eins kom flóð mikjið í vestri Rangá og varð hún logandi en allur
silungur drapst og rak upp úr henni, fjaraði hún þó snart aptur.
Eldurinn sprakk út vestan í fjallinu hátt uppi; úr eldgjá þeirri
hefur ætíð komið logandi grjót og runnið aptur og fram, og er
komið so undra m.ikið hraun úr fjallinu þar nú í 22viku að orðið er
sljett ifir alla dali og öldur niður að Næfurholti og fór hraunið þar
niður firir bæ, en samt lítt skjert túnið enþá.
Fólkið flíði þaðan með alt sitt og seinast var bærinn rifin -
eins er eldhraunið komið norður eptir öllu so lángt sem auga eigir
frá oss hjer - austan til í Toppinum er önnur gjá sem ætíð hefur
spúið öskumegni og eldsloga og enn var um tíma hin þriðja norður
af henni sem ösku spjó en er þó hætt - aska þessi hefur fallið og
fellur æ af af níu ifir nálægar sveitir mest og spillir mjög jörðu so
skjcpnur manna hljóta vanheilsu af - og þó eigi síður af hinum illu
dömpum sem mest komu úr hvítri eldgufu er hjer gjís upp úr eld-
hraunsgjánni og eru mjög saltspjetursskjinjaðar; er hjer oft illur
fníkur úr fjallinu, svipaður þeim er leggur upp af sjóarvíkum; drap
þess.i ólifjan margar kjír í haust, en fjenaður var skorin niður sem
mest mátti, var hann horaður og brígslaður víða á leggjum, tann-
skjemdir . . og það sem lifir eptir fer sömu leið þó næga gjöf hafi
því lopt er so óholt sem það dregur að sjer af því sem áður er tínt -
en fjallið er enn að með ferskri ákjefð; lítur því út firir að menn
fái hjer að kjenna á hörðu eptirleiðis af fjenaðarfækkun þeirri sem
orðin er og verður þó meiri, ef til vill.
Þetta er nú aðal inntak þessa eldgoss, og munu menn lísa því
betur með tímanum því þeir gjera sér far um að rita það sem við
Goðasteinn
37