Goðasteinn - 01.06.1977, Blaðsíða 31
Loks má nefna merka bók, Hekla og dens sidste Udbrud, eftir
J. C. Schyte, danskan náttúrufræðing, kom út í Kaupmannahöfn
1847.
Sigurður Þórarinsson kemst svo að orði í Heklubók sinni, að
fyrsta þætti gossins 1845 sé best lýst með því, að birta hina greinar-
góðu lýsingu Odds fyrsta gosdaginn. Þá segir Sigurður, að í bréfi
til Finns Magnússonar prófessors, áskilji Oddur sér, að stafsetningu
hans skuli fylgt, verði ritgerðin prentuð. Oddur fylgdi fast stafsetn-
ingu Fjölnismanna, er Konráð Gíslason mun hafa ráðið mestu um.
í Heklur.iti Sigurðar er prentaður alllangur kafii úr „Dagskrá"
Odds, lýsingu á flúoreitrun í búpeningi og afleiðingum hennar (með
stafsetningu Odds).
Sigurður Þórarinsson sagði mér, að bréf Odds í Þúfu til Finns
Magnússonar væru í Ríkisskjalasafninu danska, fimm að tölu. Ég
skrifaði þá safninu árið 1969 og bað um ljósrit af bréfum Odds;
var fijótt og vel brugðist við því erindi.
Bréf Odds eru skrifuð á fjórum árum, 2 árið 1844 og eitt ár hvert
1845-1847. Bréf Finns til Odds eru því miður glötuð.
Bréf Odds lýsa óvenjumiklum fræðaáhuga þessa fátæka ein-
yrkja. Oddur bjó í Þúfu 1840-1855, en hann dó 24- desember
1855, 38 ára að aldri.
Elín Hjartardóttir kona Odds, ættuð úr Grindavík, andaðist í
Keflavík 13. jan. 1877 og stóð þá á sextugu.
Bréf Odds verða nú prentuð og með stafsetningu hans; þó ein-
hverjum kunni að þykja hún ankannaleg, er hún þó auðskilin. En
áður en lengra er haldið þykir rétt að kynna Finn Magnússon
prófessor með fáum orðum.
Finnur Magnússon (1781-1847) nam ungur lögfræði, en hneigð-
ist til r.itstarfa og vísindaiðkana. Finnur hlaut prófessorsnafnbót
1815 og í Arnasafnsnefnd frá 1822, kgl. leyndarskjalavörður frá
1829 til dauðadags. Var í stjórn Hafnardeildar Bókmenntafélagsins
og forseti deildarinnar frá 1839 og félagi í fjölmörgum vísinda-
félögum.
Finnur var mikili afkastamaður í rit- og fræðistörfum. Fornleifa-
fræði og rúnarannsóknir voru helstu áhugaefni hans. Hann samdi
m. a. orðabók yfir goðafræðina. Hann tók saman ásamt C. C. Rafn
Godasteinn
29