Goðasteinn - 01.06.1977, Side 13
Vesturbœrinn á Tjörnum
axlarhæð, en á seinni árum voru settir gaddavírsstrengir ofan á
garðana. Sunnan við túnin var túnauki nokkur, líklega frá því um
1900, kallaður Útseta, og var þá hlaðinn nýr túngarður nokkuð
utar hinum eldri. I túninu var sléttað talsvert með handverkfærum,
sem þá gerðist, en þar var þýfi, lágt en nokkuð þétt.
Sunnan við túnin er Tjarnanes, breiður valllendistangi en fremst
og austast í Nesinu voru grasgefnar lautir, Neslágar. Vestan að
nesinu liggur Álabakkinn en að austan, næst Markarfljóti, kallast
Nesbakki og lá Fljótið með bakkanum sjálfum öðru hverju en
annars austar í farveginum. Laust við Nesbakkann er hæð, grasi
vaxin en sandur umhverfis. Hæðin var kölluð Kringlubakki. Þar
voru söguð tré með stórviðarsög, þegar þau rak á Tjarnafjöru, og
voru þau þá dregin þangað á ís af fjörunni. Minnir mig að Stóru-
Merkurjarðir hafi átt stórreka af Tjarnafjöru en Tjarnir aðeins
leiguliðagagn, þriggja álna trésprek og annað smálegt. í Stóru-Mörk
var bænhús í katólskum sið- Vera má að kirkjur aðrar hafi átt þar
ítök, sem fólk hafi gefið fyrir sálu sinni sem altítt var, en ekki get
ég fullyrt það. Fiskreka held ég að Tjarnir hafi átt, sílisreka og fisk,
sem ekki taldist landhlaup, þ. e. 12 fiskar eða fleiri, en þá átti jarð-
eigandi fiskinn. I Tjarnaaurnum, í landnorður af Tjörnum, komu
Goðasteinn
11