Goðasteinn - 01.06.1977, Side 56

Goðasteinn - 01.06.1977, Side 56
indíána, glæsilegan fulltrúa þess kynstofns, sem ég, fram að því, hafði aðeins þekkt af misvitrum bókum. Þorsteinn Ingólfsson sendiráðsritari og kona hans, Valdís, sendu okkur íslendingunum að heiman og Emmu Scheving kvöidverðar- boð. Sendiherraskipti voru þá í Washington og Hans G. Andersen rétt ókominn að starfi. Jon Aase lét sig ekki muna um að aka okkur í boðið, og leiðin út í Maryland þar sem Þorsteinn býr, var löng og skemmtileg, því vel byggð og skipuleg borg gleður augað og gróðurinn setur hvarvetna mikinn svip á borgarstæðið. Washing- ton þenst stöðugt út eins og aðrar borgir og vex óðfluga inn í Mary- land. Þorsteinn og fjölskylda hans búa í 500 íbúða blokk, og vel er séð fyrir bílum íbúanna, því tveir bílakjallarar eru undir blokkinni. Við áttum ákaflega ánægjulegt kvöld hjá Þorsteini og konu hans og ekki get ég annað en óskað Islandi til hamingju með að eiga svo glæsilega og góða fulltrúa hjá öðrum þjóðum. Seint um kvöldið ók Þorsteinn okkur inn í Georgstown- Annað heimboð, engu síðra, fengum við frá Jóni Sigurðssyni bankastjóra Alþjóðabankans og konu hans. Nutum við þar í og með þess að Jón var í eina tíð nemandi Kristins Gíslasonar í Laug- arnesskólanum. Jón bjó utan við borgina í fjölbýli, sem bar á sér sveitarbrag. Gróðursæld og fegurð landsins þarna hljóta að laða hvern mann og bæta það vel upp að víðsýnið vantar. Jón sá sjálfur för okkar borgið og gerði okkur það t.il ánægju í lokin að koma við í Kennedy Center, stórbyggingu, sem reist var í Washington niður við Potomac fljótið til minningar um John F. Kennedy forseta. Við hittum svo vel á að koma þar inn í hléi frá óperusýningu og gátum virt fyrir okkur mikinn skara fólks, sem tjaldað hafði því fegursta í búningum. Kennedy Center er mikil menningarmiðstöð borgar- innar með fjórum aðgreindum sölum fyrir óperu, hljómleika, leik- sýningar og kvikmyndasýningar. Mikið af innri búnaði er gjöf frá öðrum þjóðum og í einu af glæsianddyrum hallarinnar heilsa hátt í lofti fánar þjóðanna. Frá byggingunni er frábært útsýni yfir borg- ina og ána, sem streymir þar framhjá breið og straumlygn. The American Scandinavian Foundation sýndi norrænu gestun- um þann sóma að bjóða þeim til garðveislu í útjaðri borgarinnar eina kvöldstund. Var þar fögur veisla, en veislukostinn höfðu félags- 54 Goðasteinn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.