Goðasteinn - 01.06.1977, Blaðsíða 22

Goðasteinn - 01.06.1977, Blaðsíða 22
]ón Jónsson frá Kársstöðum: Rekaviður í Dyrhólaósi Um langan aldur gerði Dyrhólaós í Mýrdal öðru hvoru mikil landspjöll á jörðum umhverfis ósinn og munu nokkrar jarðir við hann hafa eyðst af þeim sökum, m. a. Sauðgarður, en ekki er ýkja langt síðan að rústir af þeim bæ voru sýnilegar. Þessi spjöll áttu sér stað, þegar ósinn var ,,uppi“ sem kallað var, cn það skcði þegar sjór hafði borið svo mikinn sand í útfallið að það stíflaðist. Ósinn iónaði þá uppi og braut landið svo að talsvert háir bakkar mynduðust norðan við hann, en þar var að mestu mýr- lendi. Þar sem ósinn rauf þetta land, komu víða fram úr bökkunum fornir trjástofnar, stundum all stórir og heillegir- Munu bændur hafa notfært sér þá til eldiviðar og jafnvel til húsagerðar. Auðsætt er að þarna var um að ræða rekavið, sem borist hafði á land endur fyrir löngu en varðveitst um aldir í blautum jarðveginum. Einn slíkan stofn fann ég 1952 og var hann 186,0 sm undir yfir- borði mýrarinnar og mór meira en 40 sm neðan við hann líka, og nær sá mór langt út í ósinn en er þar hulinn sandi. Yfirborð vatns- ins var við neðra borð staursins, sem var 28 sm í þvermál, nokkuð fúinn yst en ófúinn að innan og um 3 m langur. Sennilegt virtist mér að þennan staur hefði rekið þarna annað hvort fyrir landnám eða fijótlega eftir að landnám hófst á þessu svæði. Hann mundi hafa borist þarna inn á mýrina í flóði, sem gengið hefði óvenju hátt og legið þar síðan, en jarðvegur smátt og smátt hlaðist yfir hann. Til þess að reyna að finna hvað rétt væri í þessu, mældi ég jarðvegssniðið ofan við stofninn og birtist það hér með. Auk þess tók ég svo sýni af stofninum sjálfum til aldursákvörðunar eftir geislakols (C14) aðferð. Var sú ákvörðun framkvæmd í rannsóknar- stofu eðlisfræðistofnunar Uppsalaháskóla og sá Dr. Ingrid U. Ols- son docent um það. Árangur þeirrar rannsóknar var sá að tréð væri 1260 C1/‘ ára gamalt en það samsvarar því að það hafi fallið árið 20 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.