Goðasteinn - 01.06.1977, Síða 22
]ón Jónsson frá Kársstöðum:
Rekaviður í Dyrhólaósi
Um langan aldur gerði Dyrhólaós í Mýrdal öðru hvoru mikil
landspjöll á jörðum umhverfis ósinn og munu nokkrar jarðir við
hann hafa eyðst af þeim sökum, m. a. Sauðgarður, en ekki er ýkja
langt síðan að rústir af þeim bæ voru sýnilegar.
Þessi spjöll áttu sér stað, þegar ósinn var ,,uppi“ sem kallað var,
cn það skcði þegar sjór hafði borið svo mikinn sand í útfallið að
það stíflaðist. Ósinn iónaði þá uppi og braut landið svo að talsvert
háir bakkar mynduðust norðan við hann, en þar var að mestu mýr-
lendi. Þar sem ósinn rauf þetta land, komu víða fram úr bökkunum
fornir trjástofnar, stundum all stórir og heillegir- Munu bændur hafa
notfært sér þá til eldiviðar og jafnvel til húsagerðar. Auðsætt er að
þarna var um að ræða rekavið, sem borist hafði á land endur fyrir
löngu en varðveitst um aldir í blautum jarðveginum.
Einn slíkan stofn fann ég 1952 og var hann 186,0 sm undir yfir-
borði mýrarinnar og mór meira en 40 sm neðan við hann líka, og
nær sá mór langt út í ósinn en er þar hulinn sandi. Yfirborð vatns-
ins var við neðra borð staursins, sem var 28 sm í þvermál, nokkuð
fúinn yst en ófúinn að innan og um 3 m langur. Sennilegt virtist
mér að þennan staur hefði rekið þarna annað hvort fyrir landnám
eða fijótlega eftir að landnám hófst á þessu svæði. Hann mundi
hafa borist þarna inn á mýrina í flóði, sem gengið hefði óvenju
hátt og legið þar síðan, en jarðvegur smátt og smátt hlaðist yfir
hann.
Til þess að reyna að finna hvað rétt væri í þessu, mældi ég
jarðvegssniðið ofan við stofninn og birtist það hér með. Auk þess
tók ég svo sýni af stofninum sjálfum til aldursákvörðunar eftir
geislakols (C14) aðferð. Var sú ákvörðun framkvæmd í rannsóknar-
stofu eðlisfræðistofnunar Uppsalaháskóla og sá Dr. Ingrid U. Ols-
son docent um það. Árangur þeirrar rannsóknar var sá að tréð væri
1260 C1/‘ ára gamalt en það samsvarar því að það hafi fallið árið
20
Goðasteinn