Goðasteinn - 01.06.1977, Side 110

Goðasteinn - 01.06.1977, Side 110
Jón R. Hjálmarsson: Eyríkið fagra í Eystrasalti Það var sólbjartur dagur í byrjun september. Hvít og biá þota frá finnska flugfélaginu klífur loftið og náigast Álandseyjar á leið sinni til Stockhólms. Rödd flugfreyjunnar tilkynnir að nú sé kom- inn tími til að spenna öryggisbeltin, því að brátt munum við lenda á flugvellinum hjá Maríuhöfn, höfuðborg þessa fagra og sérstæða eyríkis í Eystrasalti, miðja vegu milli Finnlands og Svíþjóðar. Fyrir neðan er hafið slétt og blátt, fagurlega stafað geislum síðsumarsólar og krökkt af eyjum og hólmum hvert sem litið er. Það er hluti af Álandseyjakiasanum mikla, sem í eru um það bil 6500 eyjar, nokkr- ar allstórar, en velflestar þó smáar, auk mikils fjölda skerja. Nú lækkar vélin ört flugið og svífur yfir hið eiginlega Áland, þar sem skiptast á skógar og akrar, blómlegar byggðir og berar klappir, firðir, flóar og vötn. Fyrr en varir snerta hjól vélarinnar flugbraut- ina og innan skamms er numið staðar fyrir framan nýlegt flug- stöðvarhús á vellinum við Maríuhöfn. Alltaf er það forvitnilegt að koma til lands í fyrsta skipti og því er það með nokkurri eftirvæntingu, að ég ek með flugfélagsbílnum inn í höfuðborg þessa næstum sjálfstæða og fyrrum mjög svo ein- angraða eylands. Hér heima vitum við ekki almennt mikið um Álendinga, land þeirra og baráttu fyrir tilverunni. Við vitum þó að þar hefur oft verið þröngt í búi og haria erfitt að bjarga sér. Nægir í því efni að minna á söguna um Katrínu eftir Sally Salminen, sem einu sinni var lesin hér í útvarpi, eða þá Maju, konuna í skerja- garðinum, eftir Anni Blomquist, er gekk í mörgum framhaldsþátt- um í sjónvarpinu okkar í fyrra og vakti mikla athygli. En það eru ekki Áiandseyjar Katrínar eða Maju, sem ber fyrir augu, þegar ekið cr um Maríuhöfn, því að hún er fögur og nýtískuleg borg, sem ber með sér snyrtimennsku og velmegun íbúanna. Víða eru fagrar 108 Goðasteinn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.