Ársrit Torfhildar - 01.04.1987, Page 7

Ársrit Torfhildar - 01.04.1987, Page 7
Þær bókmenntir sem aðallinn las voru þó enn sem fyrr frernur óaðgengilegar. Bækurnar voru gefnar út í litlum upplögum og voru óheyrilega dýrar. En með nýrri samfélagsgerð hafði staða listarinnar á Vesturlöndum breyst oglistamenn fengið aukið svigrúm til að korna verkurn sínurn á framfæri. Þeir gátu nú lifað af störfum sínurn án þess að þurfa að leita fulltingis efnaðra aðalsmanna. Nýr vettvangur var orðinn til fyrir list þeirra; vettvangur borgarastéttarinnar, hinn almenni markaður. Jafnframt þessu fóru listamenn að velja sér daglegt líf borgaranna að viðfangsefni og það form sem rithöfundum þótti hæfa þessu efni voru langar raunsæislegar frásagnir sem innihéldu oftast öflugan siðferðisboðskap. Þessir þættir urðu uppistaðan í skáldsögunni sem varð á stuttum tíma óhemjuvinsæl dægradvöl hjá borgarastétt- inni og þar með góð verslunarvara. Verðinu var stillt í hóf og markaðurinn stækkaði sífellt en var á hinn bóginn ákaflega eins- leitur, byggður upp af fólki sem var sprottið úr svipuðu umhverfi og bjó við líkar aðstæður. Skáldsagnahöfundarnir voru oftast sjálfir úr borgarastétt, þeir skrifuðu fyrir og um nsitt fólk" og náðu þannig eins konar samhljómi við lesendahópinn, þeir skrifuðu það sem fólkið vildi lesa. Þeir lögðu takmarkaða áherslu á fágaðan stíl en voru fyrst og fremst að segja sögur. Auðvitað voru þessar bækur misjafnar að gæðum en rnargar þeirra eru taldar til fagurbókmennta nú á tímurn. Þessi samhljómur milli höfunda og lesenda hélst að mestu allt frarn undir fyrri heimsstyrjöldina. Meginhluta þess tíma var bóka- markaður nokkuð óskiptur og lesendahópurinn einsleitur. Þó höfðu kornið brestir í þetta fyrirkomulag nokkru fyrir aldamót. Viðteknar formvenjur höfðu þá orðið að víkja fyrir nýjum í verkum einstakra höfunda. Samfélagsgagnrýni lét á sér bæra og upp úr því fór að bera verulega á þeim aðskilnaði skemmtibóka og Malvarlegri" eða „þyngri" bókmennta sem síðan hefur orðið nánast alger. Gedin segir þessa þróun síðan hafa verið að gerjast enn frekar á árunum milli heimsstyrjalda en eftir seinna stríð hafi bilið þarna á milli verið orðið óbrúanlegt og þar með hafi skapast sá greinarmunur sem gerður er í dag á fagurbókmenntum og afþreyingarbókmenntum eða léttmeti. 5
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Ársrit Torfhildar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.