Ársrit Torfhildar - 01.04.1987, Page 13

Ársrit Torfhildar - 01.04.1987, Page 13
Garöar Baldvinsson: Það mælti mín móðir aö mér skyldi kaupa fley og fagra ára fljúga burt í barnsminni standa upp viö stjóra stýra beina leið í björg halda svo til hafnar dreyma skít og annan. Við borðið situr kona með andlitið í höndum sér. Svart og stutt hárið liggur i tjásulegum lufsum fram og niður eftir kollinum og hylur efri jaðra handanna. Það er þunnt og líflaust, komin á það hárfín grá slikja. í gegnum það grillir í rauðleitan hársvörðinn einsog konan hafi ofnæmi eða exem. Um holdmikinn skrokkinn fer hrjúfur titringur út í borðplötuna sem hallar ofurlítið í átt að konunni. Fyrir framan konuna er stafli af matardiskum, hægra megin við hann eru nokkrir bollar tveir og tveir saman; þeir efri skásettir í hinum; fjær eru tveir staflar af mismunandi stórum undirskálum; fjærst er fat með matarleifum, hálf skál af kartöfluhýði, sósuskál og innan um er kjötkvísl, sax og spaði. Diskarnir, undirskálarnar og bollarnir gljá af þvottalegi. Konan sýgur snöggt upp í nefið. Stynur langdregið. Vatnstaumur læðist niður á smáblett við borðröndina. Konan skellir höndunum fram á borðið, lítur upp, réttir úr sér. Á enninu eru hrukkur og fellingar; augabrúnirnar líkastar teikningu barns af haföldu; varirnar fettar og skældar svo munnurinn ber engan svip af mannlegri veru heldur slöngu með fettum enda sem haldið er fyrir svo aðeins vætlar út úr í enda striksins; drættirnir útfrá þöndum nasavængjunum eru djúpir árfarvegir fullir af leysingavatni. Þetta er ekki manneskja. Þetta er líkneskja. Þykkar og hrjúfar hendurnar, útkrotaðar með hárfínu krassi, liggja máttlausar fram á borðið; krepptir endar á kvapkenndum örmum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Ársrit Torfhildar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.