Ársrit Torfhildar - 01.04.1987, Page 13
Garöar Baldvinsson:
Það mælti mín móðir
aö mér skyldi kaupa
fley og fagra ára
fljúga burt í barnsminni
standa upp viö stjóra
stýra beina leið í björg
halda svo til hafnar
dreyma skít og annan.
Við borðið situr kona með andlitið í höndum sér. Svart og stutt
hárið liggur i tjásulegum lufsum fram og niður eftir kollinum og
hylur efri jaðra handanna. Það er þunnt og líflaust, komin á það
hárfín grá slikja. í gegnum það grillir í rauðleitan hársvörðinn
einsog konan hafi ofnæmi eða exem. Um holdmikinn skrokkinn
fer hrjúfur titringur út í borðplötuna sem hallar ofurlítið í átt
að konunni.
Fyrir framan konuna er stafli af matardiskum, hægra megin
við hann eru nokkrir bollar tveir og tveir saman; þeir efri
skásettir í hinum; fjær eru tveir staflar af mismunandi stórum
undirskálum; fjærst er fat með matarleifum, hálf skál af
kartöfluhýði, sósuskál og innan um er kjötkvísl, sax og spaði.
Diskarnir, undirskálarnar og bollarnir gljá af þvottalegi.
Konan sýgur snöggt upp í nefið. Stynur langdregið. Vatnstaumur
læðist niður á smáblett við borðröndina.
Konan skellir höndunum fram á borðið, lítur upp, réttir úr
sér. Á enninu eru hrukkur og fellingar; augabrúnirnar líkastar
teikningu barns af haföldu; varirnar fettar og skældar svo
munnurinn ber engan svip af mannlegri veru heldur slöngu með
fettum enda sem haldið er fyrir svo aðeins vætlar út úr í enda
striksins; drættirnir útfrá þöndum nasavængjunum eru djúpir
árfarvegir fullir af leysingavatni. Þetta er ekki manneskja. Þetta
er líkneskja.
Þykkar og hrjúfar hendurnar, útkrotaðar með hárfínu krassi,
liggja máttlausar fram á borðið; krepptir endar á kvapkenndum
örmum.