Ársrit Torfhildar - 01.04.1987, Blaðsíða 16
búrinu upp og það þeytist í gegnum risastóran glugga
postulínsverslunar svo skreytt og uppbúið höfuðið dettur úrbúrinu
ofan á glæra Venusarstyttu handalausa. Börnin sex valhoppa í
kringum hana og heimta að hún kaupi styttuna. Hún veltir vöngum
og velkist í vafa. Þegar eiginmaður hennar réttir henni stærðarseðil
og hnykkir höfðinu í átt að glugganum tárast hún og biður hann
að fara sem hann gerir. Þau setjast að borðum. Hann sker snoppuna
með sköpunum og hámar í sig.
Hún ryður öllu af borðinu í bræði og rankar við sér við grátur
barnanna.
Andartak er konan á milli vita. Höfuð barnsins liggur á
koddanum, líkaminn sést ekki; hún laumar höndunum ráðvillt og
hrædd aö sænginni, lyftir henni upp, fær sting í hjartað. Lítill
kroppurinn er alveg á réttum stað. Hún hnyklar brúnir og horfir
blind á bláklætt barnið, tekur varlega undir hendur þess, lyftir
því upp. Skelfd sér hún líkamann færast nær, sér höfuðið sofa
vært á koddanum, stoppar, horfir tómum augum niður fyrir sig,
opinmynnt; vandræðaleg brosgretta kringum kringlótt gatið. Hún
skellir líkamanum á sinn stað, hleypur til hægri, út í dyr, andar
djúpt að sér, alkyrr. Þar minnist hún brotinna diska úr draumi
og veruleika, hana rekur óljóst minni til að hafa rekið augun í
diskamél á leið sinni út, það greiðist úr þokunni. Hún gengur
aftur,að vöggunni, laumar höndunum ráðvillt oghrædd aðsænginni,
lyftir henni upp, fær sting í hjartað. Lítill kroppurinn er alveg
á réttum stað. Hún hnyklar brúnir og horfir blind á rauðklætt
barnið, tekur varlega undir hendur þess, lyftir þvx upp. Skelfd
sér hún líkamann færast nær, sér höfuðið sofa vært við öxl sér.
Úr svörtum augum hennar svella tár, stór tár, brún, líkust skít.
Við tekur óstöðvandi ekki.
14