Ársrit Torfhildar - 01.04.1987, Page 25
Macteinn Þórisson og Þorvaldur B. Þorvaldsson:
Höfuðmálið
„Ignorance is strength"
George Orwell, 1984
Aödragandinn
Gússi Almar Sveinsson varð fyrst var við að höfuð sitt óx þegar
það var orðið of breitt til að sleppa í gegnum dyrnar sem aðskildu
sjoppuna frá herbergi hans. Gússa var alls ekki brugðið: andlitið,
sem hélt upphaflegri stærð og virtist þess vegna dvergvaxið borið
saman við tröllaukinn hausinn, sýndi engin svipbrigði fremur en
venjulega, fyrir utan lítið heimskulegt bros, sællegt á sinn hátt.
Gússi hörfaði aftur inn í herbergið og hélt áfrarn að horfa á
teiknimyndir á Stöð 2.
Gússi Almar vissi auðvitað ekki hvenær höfuðið hafði byrjað að
stækka. Á þeim tíma hugsaði hann ekki nægilega mikið til að
gera sér grein fyrir tilveru sinni nema endrum og eins. En
vísbendingarnar vantaði ekki: Undanfarnar vikur hafði Gússi verið
óvenju léttur á sér. Þegar hann l'ór úr klossunum áður en hann
skreiddist upp í rúm á kvöldin var eins og hann lyftist upp og
þegar hann lá í rúrninu hvíldi höfuð hans á lofti tveirn sentímetrum
yfir höfðalaginu. Gússi veitti þessu samt enga athygli.
Önnur vísbending var augljósari: Eini fastagestur sjoppunnar
(og stundum eini gestur) þóttist greina fellingu í mjúkum og
friðsömum andlitsdráttumGússa. „Nei, Gússikallinn!" sagðiSúsanna
með frygðarröddu og reyndi að vera Marilyn Monroe í The Seven
Year Itch. Leikkonan sextuga var nefnilega ástfangin af Gússa
og lét sig dreyma um að tæla hann upp I til sín. „Ertu búinn að
láta klippa þig, vinur? Þú ert orðinn svo gaaaasalega sætur. Láttu
hana Súsí þína gefa þér gott ráð: Farðu alltaf vel með andlitið
því það er spegill persónuleikans."
Gússi hálf brosti sakleysislega og sagði, „Ja, kannski."
Tveirn dögum seinna kom Súsanna gamla aftur í sjoppuna og
var nú áhyggjufull þegar hún sá Gússa." Hvað á það að þýða að
horfa svona rnikið á myndbönd, drengur? Nú, ég kalla og kalla
23