Ársrit Torfhildar - 01.04.1987, Síða 26
en þú tekur ekkert eftir mér. Þú horfir bara annaðhvort á þessar
lélegu bíómyndir í hvert skipti sem ég kem, eða ert steinsofandi,
sem oftar kemur fyrir."
4|Ja, ég veit það ekki," sagði Gússi og starði tómlega á gömlu
konuna.
uEn, Jésús barn! Hvað hefur komið fyrir höfuðið á þér?! Það er
stokkbólgið! Dastu? Rakstu þig í? Lentirðu í slysi? Hættu að lesa
og svaraðu mér þegar ég tala við þig, drengur!" Súsanna reif Harold
Robbins bókina úr greipum Gússa.
uJa, ég held það," sagði Gússi og brosti dálítið, þó án þess að
fellur mynduðust í andlitinu.
14Hva, þú brosir bara? Mér þykir þú taka þessu vel. Sá er
aldeilis! Lendir í slysi og er ánægður með lífið og tilveruna eftir
á, eins og ekkert hafi í skorist."
14Já, já," sagði Gússi. Hann var líka alveg sáttur við lífið. Hann
tók varla eftir því.
Tveim dögurn seinna kom Súsanna aftur í sjoppuna. Hún
spangólaði í heila mínútu áður en Gússi vaknaði og staulaðist fram.
Þegar hún sá höfuðstóran piltinn varð hún frá sér numin af
skelfingu og spólaði á flísalögðu gólfinu á leiðinni út. Gússi starði
svefndrukkinn á eftir henni og sagði, uÉg veit það ekki," og fór
aftur að sofa.
Næsta rnorgun hafði hann ekki komist út úr herberginu.
Frændinn
Gússi Almar Sveinsson eyddi næstu dögum í að horfa á tómar
videóspólur, eins og hann var vanur, á milli þess sem hann svaf.
Hausinn tók vaxtarkipp þó að Gússi væri matarlaus og óx svo
hratt að eigandinn gat ekki lengur sofið í rúminu, heldur varð
að móka í hægindastólnum á rniðju gólfi. Höfuðleðrið fyllti nú út
herbergið, þrýsti á veggi og loít, og lítið svipbrigðalaust andlitið
varð að nær ósýnilegri eyju í hafsjó hárs og skalla.
Dag einn, skömmu síðar, þegar Gússi var að horfa á truflanir
í sjónvarpinu, kom Samúel frændi hans, eigandi sjoppunnar, í
heimsókn. Samúel var roskinn maður með rnikið hvítt hár og
hökuskegg og klæddist ætíð bláum lafafrakka. Þegar hann lauk
24