Ársrit Torfhildar - 01.04.1987, Qupperneq 27
upp hurðinni inn í herbergi Gússa opnaðist honum sýn inn í stórt
eyra sem úr lak gulur eyrnamergur.
„Gússi Almar!" öskraöi hann upp í eyrað. MAf hverju ertu ekki
í sjoppunni?! Þér er ekki borgað fyrir að hangsa fyrir framan
sjónvarpið eða sofa!"
Innan úr herberginu barst veik rödd, uJa, ég veit það ekki."
„Allt þitt líf hefurðu ekki gert annað en að vinna og sofa og
liggja í aumingjaskap þess á milli. Guð veit að ég gef skít í hvað
þú gerir utan vinnutímans, en á meðan þú ert á launum hjá mér
þá vinnurðu þegar þér er sagt!"
uJa, ég veit það ekki."
uAf hverju ertu annars meö svona stórt eyra?"
„Thja."
„Er hausinn á þér líka svona stór? Ertu orðinn að vansköpuðu,
vangefnu fríki sem fólk borgar of fjár til að fá að sjá?"
uJa, kannski."
Samúel potaði með vísifingri i hausinn sem gaf eftir eins og
gúmmí. „Hva, ertu orðinn eins og blaðra? Hvernig gerðist þetta?
Hvaða ógurlega sjúkdómi ertu haldinn, frændi?"
uJa, ég veit það ekki."
uÞú ert heimskur, sonur sæll. Ég verð snöggvast að hringja á
einhvern lækni til að sjúkdómsgreina þig." Sanniel tók upp símtólið.
uÞá veit ég hvernig ég get auglýst þig. Sérðu þetta ekki alveg
fyrir þér, kallinn rninn? Við sláum upp sirkustjaldi í Laugardalnum,
leigjum eitthvert fyndið fólk eins og Ladda, Sigga Sigurjóns og
Eddu til að bakka þig upp. Höfum klukkutíma prógram með þeirn,
til að gera áhorfendur eftirvæntingarfulla og svo f lokanúmerinu
kemur þú fram: Dömur mínar og herrar! Má ég kynna manninn
sem þið hafið öll beðið eftir. Hinn mikla Gússa..."
Læknirinn
U...gashaus!" hrópaði læknirinn eftir að hafa tekið sýni úr höfði
Gússa og efnagreint það. „Hólí Lenín! Höfuð piltsins er fullt af
gasi! Enginn vafi á því! Ég hef aldrei séð annað eins á mínum
langa starfsferli." Læknirinn var með blettaskalla, dökkt hökuskegg,
klæddur einkennisbúningi öreiga og með slavneska andlitsdrætti.
„Þessi maður gæti hæglega orðið að þjóðfélagsvandamáli. Hann er
25