Ársrit Torfhildar - 01.04.1987, Page 58
stöðu þess; Kýklópunum er til dærnis lýst svo sem hinum hreinu
villimönnum:
Hvorki hafa þeir ráðstefnur, né lög, heldur búa þeir í víðum
hellum á tindum hárra fjalla, og ræður hverr þeirra yfir börnum
sínum og konum, en skipta sér ei mjög hvorir um aðra.
(Od.: 132)
Ekki er gott að segja hvort hér sé verið að lýsa raunveru-
legri þróun sem átti sér stað áður en Odysseifskviða var rituð;
þróun frá herskap til samfélags, hraustleika til hófsemdar, eða
hvort siðgæðishugmyndir höfundar eða höfunda blandist þarna
inn í. Líklega kernur hvort tveggja til; jafnframt því að byggja
á fortíð og samtíð lögðu Hómerskviður grunn að þeirri grísku
menningu sem blómstraði á næstu öldum. Mikilvægi þeirra í mótun
grísks siðferðisveruleika verður seint metið. Og jafnvel þótt
einstakar niðurstöður um siðferðishugmyndir þeirra séu gagnrýni
verðar ætti engu að síður að vera ljóst að sigling þeirra um úthaf
tímans hefur ekki verið tilgangslaus. Þær eru ennþá þess umkomnar
að fá fólk til að velta vöngum yfir siðferði og siðgæðishugmynd
en slikar vangaveltur eru forsenda þess að það móti sér skoðanir
á góðu og illu; forsenda uppvaxtar okkar frá barni til rnanns.
Heimildir
Ari.: Aristóteles. Um skáldskaparlistina. (íslensk þýðing eftir
Kristján Árnason), Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík
1976.
B.G.: Benedikt Gröndal. Dægradvöl. Bókaverslun Ársæls Árnasonar,
Reykjavík 1923.
II. : Hómer. Ilíonskviða. (íslensk þýðing eftir Sveinbjörn Egilsson),
Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík 197 3.
Od. : Hómer. Odysseifskviða. (íslensk þýðing eftir Sveinbjörn
Egilsson), Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík 1973.
V.Á.: Vilhjálmur Árnason. „Saga og siðferði." Tímarit Máls og
menningar 45. árg., 3. hefti, Reykjavík 1985.
56