Ársrit Torfhildar - 01.04.1987, Side 59

Ársrit Torfhildar - 01.04.1987, Side 59
Snorri Már Sigíússon: BIKARINN I plássi fyrir austan bjó fjölskylda sem skar sig nokkuð frá öðrum íbúum sem þar bjuggu. Fjölskylda þessi hafði margt til síns ágætis, en ýmislegt var i fari meðlimanna sem menn töldu athugavert. Þetta voru að mestu dægurmál. Helst vildu rnenn gefa gaum að húsbóndanum Þormóði Jónssyni því honum þótti laus höndin í viðskiptum sínum við aðra og lenti hann gjarnan í handalögmálum út af smæstu hlutum og því sem skipti engu máli. Margir höfðu orðið fyrir áreitni af þessum toga frá honum og misjafnt hvernig þeir komust frá því. Húsmóðirin Ólöf Elíasdóttir kölluð Gurra var talin göldrótt og hafði fólk staðið hana að kukli eins og því að fara með galdra- þulur í kirkju þegar aðrir sungu sálma. En þrátt fyrir sína annmarka hafði hún einstakt lag á manni sínum og var álitið að hún væri hugurinn á bak við heimilishald þeirra hjóna. Þau hjónin áttu einn son er Uni hét. Hann var tíu ára gamall, einbirni og undi sér jafnan best í fjörunni sem var skammt frá húsinu sem fjölskyldan bjó í. Hann fór vanalega snemma á fætur og fann ekki eirð í sínum beinum fyrr en hann var kominn niður í fjöru. Niður í fjöru varð hann að komast hvernig sem viðraði og hvað sem á bjátaði. Enda voru foreldrarnir alveg hættir að skipta sér af því þótt hann færi þangað og ef spurt var hvar er Uni? var svarið jafnan hann er niðri í fjöru. Enginn skildi þessa áráttu stráksa, en fjaran var löng, sendin og falleg og ekki rnjög brimasamt á henni. Oft kom Uni heim með sérkennilega hluti sem skolað hafði á land. Helst voru það skeljar, kuðungar og hrúðurkarlar af ýmsum stærðum, sjórekið sprek sem myndaði ýmsar kynjamyndir, neta- hringir og kúlur og fleira slíkt. Dag einn í blíðskaparveðri var Uni óvenjuseint á ferðinni. Hann gekk fjöruna að vanda og naut þess að láta náttúruna kitla skynfærin sem dofnuðu svo Uni gleymdi sér. Nóttina á undan hafði verið stórstreymt og þennan dag var því ströndin ber og nakin þar sem blá slæða hafsins huldi hana ekki heldur lá við 57
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Ársrit Torfhildar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.