Ársrit Torfhildar - 01.04.1987, Page 70
ljós myrkur
rikidæmi ^ íátækt
gifting/ást ^ einstæðingsskapur
T T
„ljós" = myrkur L/^\\ Ijós = „myrkur"
freista gæfunnar sitja heima
fórnfýsi/óvirkni frekja/virkni
Forlagatrú er eitt af því sem ævintýrin og ástarsögurnar eiga
sameiginlegt; þessi ótrúlega heppni sem leysir öll vandamál:
Kotungssonurinn hittir álfkonu sem gefur honum hulinshjálm til
að komast framhjá gæslumönnunum; það kemur í ljós að lokum
að riddaraiegi, fátæki maðurinn sem hefðarstúlkan elskaði er týndur
sonur auðugs herragarðseiganda þannig að þau eru af sömu stétt
og geta því giftst.
Allt er gott ef endirinn er góður
Hugmyndafræði ástarsagna er mjög einföld og nær því sú sama
hvort sem sagan er ensk frá aldamótum eða íslensk nútímasaga.
Einveran er slæm og ekki þolandi nema unnið sé myrkrana á
milli eins og Jóhanna í Allir eru ógiftir í verinu gerði. Að vera
einstæð, sjálfstæð og ánægð með hlutskipti sitt er nokkuð sem
kvenpersóna í ástarsögu veit ekki hvað er. Ef þær eru einar þá
eru þær í örvæntingarfullri leit að maka eða afdankaðar, þurrar
piparkerling með hnút í hnakkanum, hornspangargleraugu og bitrar
útí lífið.
Öll vandamál, félagsleg jafnt sem persónuleg, hverfa þegar
skötuhjúin segja já fyrir framan prestinn. Ástin ein dugir ekki
til að leysa vandann, eykur hann frekar, lausnin liggur í hjóna-
bandinu.
Peningar eru yfirleitt rót illskunnar; vondu karlarnir og
konurnar eru tilbúin að gera hvað sem er fyrir peninga og
peningaleysi (félagsleg staða) er hindrun á leiðinni í hjónaband,
t.d. hjá Maríu og John. Peningar eða skortur á þeim leiðir oft
til hræðslu um útskúfun sem fær fólk til vafasamra athafna. En
vandamálin leysast því þeim er refsað sem eru of gráðugir í
68