Ársrit Torfhildar - 01.04.1987, Page 77
Harmaminning Leonóru Kristínar í Bláturni er merkileg bók.
Perla meðal norrænna bóka. Litlu munaði að handritið lenti í
eldinum eftir lát Leonóru Kristínar og seinna týndist það og
gleymdist, en fannst óvænt aftur. Handritið fékkst aftur til
Danmerkur 1920 en þá voru þrjúhundruð ár liðin frá fæðingu
Leonóru Kristínar.
Góðar unglingabækur eru góðar bækur og ekkert of algengar.
Ursula Le Guin hefur víst skrifað nokkrar. Ég nefni hér þá einu
sem ég hef lesið eftir hana og þýdd hefur verið á íslensku, Galdra-
maðurinn. Sagan gerist á forsögulegum tíma um það leyti sem
drekar ævintýranna eru að deyja út og fjallar um ungan
galdramann sem er á flótta undan sjálfum sér jafnframt því sem
hann leitar að sjálfum sér.
Fyrst ég er farin að nefna unglingabækur get ég ekki sleppt
því að nefna nokkrar barnabækur. Ég segi nokkrar því mér er
ómögulegt að gera upp á milli höfunda einsog Maria Gripe sem
skrifaði söguna um Húgó og Jósefínu, Astrid Lindgren höfund
Línu langsokks og sögunnar um bræðurna Ljónshjarta. Þær voru
næstum lesnar upp til agna bækurnar eftir Anne-Cath. Vestly
um Pabba, mömmu, börn og bíl og nú um jólin bættist skáld-
konan Vigdis Hjort í safn mitt af uppáhalds barnabókahöfundum
með sögunni um Birki og Önnu.
Ævintýrum get ég bara ekki sleppt. Var alin upp á þeim og
minni þeirra greypast í vitundina og kallast þar sífellt á við aðra
texta. Riddarasögur miðalda og þjóðsögur allra landa eru hér
óaðskiljanlegur hluti. í þennan forða ævintýra og sagna er
endalaust hægt að ganga, hann er í sífelldri endurskoðun og því
alltaf nýr.
Silja Aðalsteinsdóttir:
Síðan ég man eftir mér hef ég verið að hlusta á sögur og
lesa sögur og ljóð. Bókmenntir hafa kennt mér allt sem ég kann
og núna vinn ég við að lesa. Skýrslan hér á eftir um eftirlætis-
bækurnar mínar er auðvitað stórkostleg fölsun, það er ógerlegt
að skera þær niður í tíu þótt ég geri það.
Hvenær á ég að byrja? Meðan ég var að undirbúa þennan pistil
las ég aftur eftirlætisbókina mína síðan ég var barn, Bláskjá
75