Ársrit Torfhildar - 01.04.1987, Page 79

Ársrit Torfhildar - 01.04.1987, Page 79
Annað eftirlætisljóðskáld mitt er Stefán Hörður Grímsson og eftir hann vel ég Hliðina á sléttunni, sennilega af því að ég hef lesið hana oftast. Stefán segir það sem ekki er hægt að segja í ljóðum sínum, sýnir þverstæðurnar í tilfinningum manna og upplifunum, þetta sem sefur í djúpinu. Mörg skáld gæti ég nefnt í viðbót, Jónas Hallgrímsson, Vilborgu Dagbjartsdóttur, Þorstein frá Hamri, Ingibjörgu Haraldsdóttur, Gyröi Elíasson... En ég nefni Hendur og orð eftir Sigfús Daðason. Hann situr svo fast á tilfinningum sínum að maður fær verki fyrir brjóstið af að lesa ljóöin hans, en þau eru yndisleg. Dostojevskí situr ekki á neinu. Fyrsta bókin sem ég las eftir hann á íslensku var Glæpur og refsing í þýðingu Ingibjargar Haraldsdóttur og mér fannst hún hreinlega breyta lífi mínu. Það er þó ekki söguhetjan, glæpur hennar eða hugmyndir verksins sem höfðu mestu áhrifin heldur hið hamslausa, iðandi líf sem lifað er á síðum bókarinnar. Ég stæri mig af að hafa lesið „allar" íslenskar barnabækur og erfitt er að gera upp á milli Stefáns Jónssonar, Ragnheiðar Jóns- dóttur og Guðrúnar Helgadóttur. En ég vel Stefán. Þríleikurinn um Ásgeir Hanssen var seinasta verkið sem hann skrifaði og það besta að mínu mati, og áhrifamesta bókin af þeim þrem sú í miðið, Sumar í Sóltúni. Söguhetjur Stefáns eru margbrotnar og Ásgeir er einhver mest sjarmerandi persóna hans: fallegur, greindur strákur en erfiður sjálfum sér og sínum nánustu meðan hann er að átta sig á hverjum hann á að sýna trúnað. Eins og sést á framansögðu er ég veik fyrir bókum sem hrista upp í mér, verða lífsreynsla. Tvær síðustu bækurnar eru nýleg dæmi. Sú fyrri er Undir kalstjörnu eftir Sigurð A. Magnússon. Um leið og sú bók segir átakanlega sögu af fólki sem lifir á jaðri samfélagsins sýnir hún hvað börn geta þolað og lifað þó af, komist til manns. Kannski þola þau allt ef undirstaðan er góð — kærleikur foreldris í frumbernsku. Hin bókin og sú síðasta er Þel eftir Álfrúnu Gunnlaugsdóttur, stillt og agað verk sem á hógværan hátt segir frá ægilegum hlutum. Það er karl sent söguna segir, en hún hverfist um tvær konur. Eins og oft vill verða eru karlmenn gerendur en konur þolendur í verkinu, en það eru þó þær sem rísa upp úr, þær 77 L
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Ársrit Torfhildar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.