Ársrit Torfhildar - 01.04.1987, Side 89
Garöar Baldvinsson:
Ȏg vissi varla hvartf
Ásta Sigurðardóttir og feminismi
Sagan nDraumurinn" eftir Ástu Sigurðardóttur á sér nokkuð
sérstæða útgáfusögu. Hún birtist fyrst árið 1952 sérprentuð sem
bókarkver með 6 myndum eftir Ástu. Sagan birtist svo í
smásagnasafni hennar Sunnudagskvöld til mánudagsmorguns sem
kom út árið 1961 en þá fylgdu aðeins tvær af myndunum. Það
upplag var þrotið 24 árum síðar, eða árið 1985, og var safnið þá
gefið út að nýju ásarnt nokkrum óbirtum sögum og ljóðum eftir
hana.
í þessari langþráðu útgáfu árið 1985, Sögur og ljóö, bregður
svo við að þar hefur texta sögunnar verið breytt lítillega.
Nokkur orð og ein setning sem eru feitletruð í sérprentinu og
gleiðprentuð 1961, eru á engan hátt aðgreind frá meginmáli
sögunnar í Sögur og ljóö. Þótt þetta skipti ekki höfuðmáli í
sögunni þá breytist áherslan nokkuð og kannski er það kald-
hæðni örlaganna að umrædd setning er bón konunnar í sögunni
um líf, ubara í þetta eina sinn, - eina, eina sinn! - Geröu þaö,
góöi Guö." (Draumurinn, 1952, bls 9; Sunnudagskvöld til mánu-
dagsmorguns, 1961, bls 43; Sögur og ljóö, 1985, bls 41.) Ef hægt
er að nefna nokkuð sem tengi allar sögur Ástu þá er það
draumurinn urn líf, þó ekki væri nema andartak, og ekki síður
það að draumurinn rætist ek.ki, einmitt einsog ég hyggst sýna
hér á eftir, vegna þess aö Guð, faðirinn, fallusinn eða samfélagið
leggur blátt bann við því, þ.e. konan fær ekki lifað í samfélagi
voru. Með öðrum orðum þá biður konan þarna um það ómögulega,
og því kannski óþarfi að feitletra bænir hennar.
Smásögur Ástu Sigurðardóttur lýsa þannig hver með sínu móti
útskúfun einstaklingsins, þ.e. hvernig hann sem lifandi og
lífræn, sjálfstæð vera er útlægur ger úr lífi sjálfs sfn og
samfélagsins. Flestar eru sögurnar um konur eða stúlkubörn og
einsemd þeirra. Orð Helenear Cixous þegar hún lýsir kvenlegum
textum eiga við um þær allar:
87