Ársrit Torfhildar - 01.04.1987, Side 89

Ársrit Torfhildar - 01.04.1987, Side 89
Garöar Baldvinsson: »ég vissi varla hvartf Ásta Sigurðardóttir og feminismi Sagan nDraumurinn" eftir Ástu Sigurðardóttur á sér nokkuð sérstæða útgáfusögu. Hún birtist fyrst árið 1952 sérprentuð sem bókarkver með 6 myndum eftir Ástu. Sagan birtist svo í smásagnasafni hennar Sunnudagskvöld til mánudagsmorguns sem kom út árið 1961 en þá fylgdu aðeins tvær af myndunum. Það upplag var þrotið 24 árum síðar, eða árið 1985, og var safnið þá gefið út að nýju ásarnt nokkrum óbirtum sögum og ljóðum eftir hana. í þessari langþráðu útgáfu árið 1985, Sögur og ljóö, bregður svo við að þar hefur texta sögunnar verið breytt lítillega. Nokkur orð og ein setning sem eru feitletruð í sérprentinu og gleiðprentuð 1961, eru á engan hátt aðgreind frá meginmáli sögunnar í Sögur og ljóö. Þótt þetta skipti ekki höfuðmáli í sögunni þá breytist áherslan nokkuð og kannski er það kald- hæðni örlaganna að umrædd setning er bón konunnar í sögunni um líf, ubara í þetta eina sinn, - eina, eina sinn! - Geröu þaö, góöi Guö." (Draumurinn, 1952, bls 9; Sunnudagskvöld til mánu- dagsmorguns, 1961, bls 43; Sögur og ljóö, 1985, bls 41.) Ef hægt er að nefna nokkuð sem tengi allar sögur Ástu þá er það draumurinn urn líf, þó ekki væri nema andartak, og ekki síður það að draumurinn rætist ek.ki, einmitt einsog ég hyggst sýna hér á eftir, vegna þess aö Guð, faðirinn, fallusinn eða samfélagið leggur blátt bann við því, þ.e. konan fær ekki lifað í samfélagi voru. Með öðrum orðum þá biður konan þarna um það ómögulega, og því kannski óþarfi að feitletra bænir hennar. Smásögur Ástu Sigurðardóttur lýsa þannig hver með sínu móti útskúfun einstaklingsins, þ.e. hvernig hann sem lifandi og lífræn, sjálfstæð vera er útlægur ger úr lífi sjálfs sfn og samfélagsins. Flestar eru sögurnar um konur eða stúlkubörn og einsemd þeirra. Orð Helenear Cixous þegar hún lýsir kvenlegum textum eiga við um þær allar: 87
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Ársrit Torfhildar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.